Með því að fórna peði á b4 í fjórða leik tryggði Wayne Evans skipstjóri sér nánast ódauðleika í skák. Hann sigldi víða um heimin og var ekkert feiminn við að prufa bragð sitt á mestu skákmenn allra tíma.
Í þessum leik sigrar Evans Alexander MacDonnell með þessum eitraða leik sínum. Sjálfur hef ég ekki náð hvaða gagn þetta gerir.

Hvítur: Wayne Evans - Svartur: Alexander MacDonnell
Árstal og staður:London 1829

1. e4 – e5, mjög hefðbundin byrjun eða svo kallaður Spænski leikurinn.
2. Rf3 – Rc6
3. Bc4 – Bc5, nú hafa báðir leikmenn skipt miðjunni frekar jafnt á milli sín en þurfa að bæta nokkrum leikmönnum við til að fá góða miðjustöðu sem er mjög mikilvægt.
4. b4 – Bxb4, þetta er leikurinn mikli.
5. c3 – Bc5, þarna er Evans byrjaður að ýta biskupnum í burtu.
6. 0-0 – Rf6
7. d4 – exd4 Þetta er sterkur leikur hjá Evans því að í næsta leik drepur hann á móti og neyðir biskup Alexander upp í horn.
8. cxd4 – Bb6 Það sem ég var að tala um að ofan.
9. e5 – d5 – Þarna ógnar Evans riddara en Alexander ógnar biskup á móti.
10. exf6 – dxc4 – þarna skipta þeir á mönnum: Riddari á móti biskup sem eru báðir þriggja stiga virði.
11. He1+ - Kf8 – Hvítur setur svartan kóng í skák og svartur færir kónginn bak við peð.
12. Ba3+ Kg8 – Mjög sterkur leikur hjá hvítum því nú er kóngurinn lokaður inni í slæmri stöðu.
13. d5 – Ra5
14. Be7 – Dd7
15. fxg7 – Kxg7 – Góð skipti á ferð og nú er opið þannið auðvelt er að skáka kónginn.
16. Dd2 – Dg4 – Hvítur í sterkri stöðu
17. Dc3+ - Kg8 – Sterkt, nú er kóngurinn fastur og getur ekkert farið.
18. Dxh8+ - Kxh8 – Maður hugsar kannski bara hvað í ósköpunum er hann að gera en þetta er snilldar leikur sem tryggir honum skák og mát.
19. Bf6+ Dg7 – Bara einn leikur enn.
20. He8++ – Skák og mát.


Þessi skák og heimildir eru úr bókinni Tær snilld sem er gefin út af HAF.