skák með Anand Ég rakst á þessa skák fyrir stuttu og varð bara að setja hana inn. Anand (2792) var með svart gegn Kólembíu manninum Alonso Zapata (2580) og tapaði í aðeins í 6 leikjum !!!

1.e4 e5 2.Rf3 Rf6 Þetta er Rússnesk vörn og er stundum kennd við Petrov sem var einmitt Rússi. 3 .Rxe5 d6 4.Rf3 Rxe4 5.Rc3 Þetta afbrigði heitir Nimzowitsch árásin og er líklega skírð í höfuðið á skáksnillingnum Aron Nimzowitsch. 5… Bf5 6.De2 svartur gefur af því að hann er að tapa manni eftir 7.d3 eða 7.Rxe5

Hefði skákin teflst venjulega 5…Rxc3 6.dxc3 þá er hvítur með einfalda áætlun Bf4, Dd2 og svo 0-0-0 og er þá með fína stöðu.

Aðal línan í Petrovs vörninni er 1.e4 e5 2.Rf3 Rf6 3.Rxe5 d6 4.Rf3 Rxe4 5.d4 d5 áætlun hvíts er að reyna að grafa undan riddaranum á e4 með Bd3, c4 og He1

Þeir sem hafa verið að tefla Petrovs vörnina eru maðal annars Kramnik og Karpov. Frank James Marshall sem tefldi meðal annars ódauðlegu skákina hefur líka teflt helling af skákum í afbrigðinu en þær eru frekar gamlar frá 1900-30.