Norrænvörn 1.e4 d5 2.exd5 Dxd5…

Þessi grein er sérstaklega ætluð fyrir þá sem eru að leita að byrjun sem er mjög auðvelt að læra og getur gefið vel.

Norrænvörn vörn hefur nokkra góða kosti…

a) Hún kemur andstæðingnum á óvart, t.d. hefur enginn stigamaður undir 2000 stigum leikið aðal teoríuna gegn mér og ég hef leikið byrjuninni oft og hún hefur gefist vel. Lang flestir kunna lítið sem ekkert í byrjuninni.

b) Það er mjög auðvelt að læra hana og í rauninni er eina sem þarf að læra er þessi leikjaröð Da5, Rf6, c6, Bf5, e6, Bb4 (biskupinn getur líka verið góður á d6), Rbd7 og svo er bæði hægt að hrókera langt og stutt, það er samt algengara að hrókera langt. Auk þess er byrjunin mjög traust og erfitt er að ráðast á stöðu svarts.

c) Hvítur fjarlægir e4-peð hvíts úr miðborðinu, eini ókosturinn er sá að hvítur græðir tempo eftir Rc3

d) einu undanþágurnar frá leikjaröðinni hér fyrir ofan eru…
a) Eini leikurinn sem þú þarft að muna ef hvítur leikur 2.e5 er Bf5
b) Eini leikurinn sem þú þarft að muna ef hvítur leikur 3.c4 er De4 og svartur er búinn að jafna taflið og gott betur.
c) Ef hvítur leikur 3.d4 þá er eina sem þú þarft að muna er Rc6, Bg4, 0-0-0 og jafnvel e5 ef möguleiki er á, svartur pressar nú stíft á miðborðið og er með mjög fína stöðu. Stöðurnar sem koma upp eftir þetta afbrigði minna mikið á Chigorin's vörn, fyrir ykkur sem líkar svona stöður skoðið endilega skákir Morozevich í Chigorin, en hann er líklega sá besti í því og talandi um Morozevich þá hvet ég yfir höfuð alla til að skoða skákirnar hans sem eru mjög skemmtilegar og minna á skákir Tals.