Sorry hvað það er langt síðan síðast en allavega hér kemur framhaldið-
A.T.H að það að ef þetta er staðfest sem grein þá er hægt að lesa það sem á undan hefur gengið á bæði sims-fólk og sims-dagbók. Mæli með þ´vi að lesa kaflanna, getur verið ruglingsslegt.

- Patty og Alex Pardon héldu áfram að hittast og voru einstaklega ástfangin. Eitt kvöldið bauð Alex henni á fínan veitingastað og bað hennar. Patty var svo glöð að það lá við að það liði yfir hana, að sjálfsögðu sagðu hún já!. Patty og Alex fóru síðan heim til hans þar sem þayu enduðu inn í svefnherbergi.
Patty dreif sig heim í morgunsárið og gat ekki beðið eftir að segja bæði mömmu sinni ( Miry) og stjúppabba en hún hlakkaði helst til að segja Kat frá stóru ástinni sinni þar sem Kat hafði aldrei upplifað slíka.
En þegar leið á daginn reyndist enginn tími til að segja frá fréttunum fyrr en yfir kvöldmatarborðið. Allir voru sestir og Kat nýbúin að dröslast inn úr dyrunum,nýbúin á leiðinlegum viðskiptafundi upplýsti Patty frá trúlöfunni sinni. Patty átti örrugglega von á öðruvísi viðbrögðum en að bæði Miry og Kat færu að skellihlægja og gerðu stólpagrín að henni fyrir að hafa orðið ástfangin af hunaþjálfaranum þar sem allir vissu að Patty þoldi ekki hundinn þeirra.
Patty reiddist og læsti sig inn í herbergi(ég veit óþroskað)

Þegar Kat fór að sofa gat hún ekki annað en öfundað systur sína þótt Kat hefði hlegið sig í keng yfir matnum. Kat breiddi yfir tvíburana sína þegar hún var búin að lesa fyrir þá og lagðist upp í rúm. Kat hugsaði með sér og reiddist því hún hugsaði sem svo að Patty verðskuldaði ekki Alex, því þótt að Patty hefði staðið sig betur en hún í gegnum lífið þá verðskuldaði Patty ekki Alex. Rétt áður en Kat slökkti ljósið var hún búin að gera upp hug sinn hún ætlaði að ná Alex af Patty.

Næsta morgun settust allir við matarborðið og gættu sér á nýbökuðum pönnukökum sem Klaron hafði eldað( Klaron var sá eini á heimilinu sem gat eldað) Patty valhopaði glaðlega frá borðinu inn í herbergi og mætti í einna fínustu fötunum sínum og sagðist vera á leið í vinnuna,, ekki bíða eftir mér í kvöld’’ sagði hún glottandi,,ég ætla að hitta Alex’’
Við þessi orð þaut kaldur gustur niður bakið á Kat og hún yggldi augabrýrnar ósjálfrátt.
Kat kláraði af disknum og fór og gerði sig tilbúna fyrir vinnuna en í þessu hringdi síminn sem stóð á náttborðinu hennar.
,,Já halló’’ sagði Kat og bjóst við enn einum sölumanninum.
,, Uuu….já hæ er Patty við?’’ sagði röddin í símanum, og enn á ný þaut gustur í gegnum bakið á Kat. Því hún vissi strax að þetta væri Alex.
,, Sko ég var bara að gá hvort Patty kæmi ekki örrugglega í kvöld, ég hlýt örrugglega bara að vera nervous svo bæ’’
Kat hengdi upp símtólið um leið og hugmynd skaust upp í kollinn á henni.
Kat brosti og þaut síðan út þegar hún heyrði bíbíð í vinnubílnum.

Kat settist í hægindastól Klarons og tók upp símann sinn. Hún sló inn númer systur sinnar og beið. Þegar Patty svaraði tilkynnti Kat með armæðu að því miður kæmist Alex ekki í kvöld, hún hefði fengið símtal frá honum þar sem honum þætti fyrir því að komast ekki.
Síðan lagði hún á.
Kat sló inn annað númer og beið. Kunnuleg rödd svaraði. Alex.
Síðan tilkynnti Kat að Patty þætti fyrir því en því miður þá kæmist hún ekki í kvöld.
,,Æj, það var nú leitt, jæja takk fyrir’’
,,nei alex bíddu’’ sagði Kat,, Ég var að velta því fyrir mér hvort við gætum þá ekki bara hist og rætt um undirbúninginn fyrir brúðkaupið?’’
,, Jaaa….það er nú svosem allt í lagi þú ert nú tvíburasystir hennar þig ættum að vera sirka sami persónuleikinn, sjáumst’’
,,Já sjáumst’’ sagði Kat og lagði á, ef hann bara vissi hversu ólíkar þær væru.

Kat var nýbúin að setja á sig varalit þegar henni var litið á klukkuna aðeins 10 mínútur til stefnu. Kat leit á sjálfa sig í spegli og dáðist af kynþokka síðum, ljósa meðalsítt hárið var sett upp í snúð og hún var í sígildum svörtum flegnum kjól. Hún leit rétt passlega út, ekki of desprit en heldur ekki venjuleg, Alex varð að laðast að henni.
Kat settist inn í bílinn og keyrði af stað.
Alex sat við borð sem lá við hafið og horfði á stjörnurnar, á borðinu voru ýmisskonar möppur sem höfðu að geyma hin ýmsu brúðarblöð.
Alex var klæddur í snjáðar gallabuxur og stuttermabol.
Þegar Kat gekk inn leit Alex upp og gapti. Kat settist niður og bauð gott kvöld.
Þetta átti eftir að verða áhugavert…

Og þá er það komið
Ég veit þetta er með öðru sniði en hinar sögurnar svo látið mig endilega vita hvort ég eigi að halda mig við það gamla eða bara halda þessu svona.

Kommentið og tell me what you think
<3<3 lov lov<3<3
- Steinunn(Olina)-