Eins og margir vita er hvarf Bellu goth ein af aðalráðgátum sims 2
Síðan http://sims.wikia.com/wiki/The_Sims_Wiki er síða þar sem hægt er að fletta upp flestu því sem er um sims,sims2 og sims3. Þar rakst ég á grein sem fjallar um eins og titilinn segir, hinar ýmsu kenningar um hvarf Bellu Goth . Ég valdi nokkrar og reyndi mitt besta til að þýða þær. Hér koma þær.
Kenning #1
Bella og Mortimer rifust heiftarlega eitt kvöldið og Bella stormar út í óðagoti fer hún framhjá húsi Don Lothario og ákveður að kíkja inn til hans. Don biður hana að koma með sér upp á þak , skilur hana eftir og fer niður til að sækja kaffi. Don var rosalega þreyttur og blundar í sófanum. Á meðan upp á þaki var Bella tekin af geimverum eða Pollination tech#9 . Don vaknar og kemur með kaffið upp en sér að bella er horfin og leitar út um alla íbúð en finnur engin merki um hana og heldur hún hafi farið. Á meðan á þessu stendur er Pollination tech#9 að gera hinar ýmsu tilraunir á Bellu(eins og venjuleg geimvera ætti að gera) en honum verður á þau mistök að þurrka út minni hennar og bæta nokkrum dögum við líf hennar. Pollination tech#9 er refsað fyrir þetta og er gerður útlægur frá geimnum og er sendur til strangetown ásamt Bellu. Pollination lætur Bellu sem er meðvitundarlaus á bekk einn og fer svo áleiðis í að reyna að aðlagast nýju lífi sínu.
Kenning#2
Don var nýfluttur í hverfið og eins og venjan er kom Bellu með köku og breiða brosið til að bjóða hann velkominn. Don sem þegar var í sambandi við Kaylynn Langerak og Cassöndru , fannst andlit hennar kunnulegt en galt henni brosið og bauð henni inn, hann var nú þegar yfir sig hrifinn af henni. Á meðan bella heimsækir Don ganga tvær leyndardómsfullar en líka þokkafullar systur áleiðis að húsi Mortimers , önnur rauðhærð og hin ljóshærð þær banka upp á og segjast vera nýjar( þú getur séð mynd af því í Caliente fjölskyldunni) þær segjast heita Dina og Nina . Dina fellur strax fyrir Mortimer, eða um leið og hún heyrir hvað hann er ríkur. Hún reynir að tæla hann en hann hafnar henni og segist vera giftur. Dina sér að áætlun hennar hefur misheppnast en spyr í hvaða aspiration hann sé í Mortimer svarar,,Knowlegde‘‘ og Dinu dettur strax ný áætlun í hug og hún hringir í nokkra af geimveruættingjum sínum og segir þeim áætlun sína. Síðan tælir hún Don og lætur hann láta Bellu prófa sjónaukann því það er táknið. Geimverurnar sópa upp Bellu, sem öskrar hástöfum á hjálp. Don áttar sig á hvað hefur gerst og hleypur upp á þak, aðeins til að sjá geimveruskip hverfa inn í myrkrið og heyrir einnig hávær öskur Bellu. Seinna spyr Mortimer , Dinu hvort hann megi sjá geimveru en Dinu segir að hún leyfi bara þeim sem hún treystir að sjá þær, svona eins og eiginmanni…og þá tekur leikmaðurinn við…
Kenning#3
Don er í alvöru Bella í dulargervum
Kenning#4
Brandi Brooke rændi Bellu- Af hverju? Af því að Don elskaði hana (Bellu) og Brandi var afbrýðissöm . Brandi giftist bara Skip af því að foreldrar hennar vildu það, hún elskaði hann ekki, Eftir að Brandi var búin að eiga Dustin, Beuu og var orðin ófrísk hrinti hún Skip út í laugina þar sem hann drukknaði . Hún drap hann til að ná athygli Dons, því nú væri hún ekkja, en Don var alveg sama svo Brandi verður öskureið út í hann og sér eina nóttina Bellu upp á þaki hjá honum að kíkja í gegnum sjónauka og Brandi ákveður að drepa Bellu eins og hún drap Skip en sér svo að það yrði frekar grunsamlegt . Bellu var síðan rænt af geimverum en snéri aftur. Geimverurnar klónuðu hana og settu í Strangetown til að sjá hvernig klónaða Bella myndi bregðast við . Geimverurnar köstuðu Bellu út nálægt húsi Brandi . Brandi lemur Bellu í höfuðið með hamar sem veldur minnisleysi. Síðan geymir hún hana í húsinu sínu og leikur vingjarnlegan nágranna. Hún kynnist Caliente systrunum og finnur út sambandið á milli þeirra og Don og kennir þeim og Don um hvarf Bellu . En einn dag sleppur bella úr prísund sinni . Hún lifir í frumskóginum hrædd um að hitta fangarann sinn, Í frumskóginum breyttist síðan persónuleikinn og aspirationið.
Þetta voru nokkrar kenningar- misgóðar en hérna er annað- þetta er það sem maxis segir að hafi gerst eða svona nokkurnveginn, þetta er hvarfið sagt frá sjónarhorni Bellu.
http://www.thesims2website.co.uk/index.php?page=bellagothsdiary