Dallas 2012
Já Dallas er komið aftur, bara í aðeins nýrri útgáfu! Er búin að sjá fyrsta þáttinn og líst rosa vel á :) J.R. (Larry Hagman), Bobby (Patrick Duffy) og Sue Ellen (Linda Gray) eru á sínum stað. Svo bætist við nýja konan hans Bobby, Anne (Brenda Strong) og auðvitað John Ross, sonur J.R. (Josh Henderson) og Christopher, sonur Bobby (Jesse Metcalfe), ásamt Elenu sem var með Christopher en er núna með John Ross (Jordana Brewster) og Rebeccu sem er unnusta/kona Christopher (Julie Gonzalo).

Þeir sem sáu gömlu þættina kannast nú við nokkur andlit og þó ég hafi ekki horft á alla þættina veit ég alla söguna og hef séð það mikið, að ég veit svona mestallt dramað sem gerðist hjá Ewing fjölskyldunni á Southfork (Suðurgaffall) ;) Þessir nýju þættir geta virkað bæði fyrir eldri og yngri kynslóðina því þetta er svo góð blanda af gömlum og nýjum persónum. Það vantar bara Pamelu og þá verður þetta fullkomið! :D

Merkilegt að segja frá því að Brenda Strong, Josh Henderson og Jesse Metcalfe hafa öll leikið í Desperate Housewives, og Patrick Duffy leikur í B&B og svona :)