Já þið hafið tekið eftir því að Leiðarljós byrjaði ekki þegar HM í fótbolta var búið og er enn ekki byrjað. Það er út af því að RÚV er ekki enn komið með fleiri þætti. Þau eru búin að semja en eru samt ekki komin með þættina og voru einu sinni ekki búnir að semja þegar HM var búið. Svo hringdi mamma í RÚV og þau sögðu alltaf eftir eftir viku eða 2 vikur en það hefur enn ekki byrjað. Núna er það hins vegar staðfest að það byrjar ekki fyrr en september, veit ekki nákvæma dagsetningu en svona er staðan. Þetta er þá Leiðarljóslaust sumar aftur! Ég verð bara að segja að þetta er ekki hægt. Ég skil auðvitað að það er ekki hægt að sýna þættina ef þeir eru ekki komnir með þá til landsins en að lofa því að þeir myndu byrja aftur strax að loknu HM og svo viku eftir það og viku eftir það… Allir voru að búast við því að sjá það strax 12.júlí því það var búið að segja það. Það bíða í 2 mánuði í viðbót er ekkert svakalega gaman sko. Þetta byrjar þegar maður er byrjaður í skólanum, en gaman.

Allavega, ég er ekki sátt með RÚV akkúrat núna.