Hæ! Þetta eru síðustu SPOILERARNIR í La Fea Más Bella. Þetta er bara úr lokaþættinum.

Síðast enduðum við þar sem Lety og Aldo eru að giftast og Fernando kemur til að stoppa brúðkaupið. Lety þarf að velja á milli Aldo og Fernando…

Aldo or Fernando (Series Finale)

Lety velur Aldo en á endanum velur hún Fernando. Allt í einu vaknar hún - þetta var martröð.
Lety segir Fernando frá martröðinni og hann segir að hún hafi þýtt það sem Lety raunverulega vill (þ.e.a.s. að giftast Fernando), svo hún byrjar að fá efasemdir um hvort hún eigi að giftast Aldo.

Tomás kemst að því að Alicia var að ljúga að honum að að fara til læknis og hún var að fá Celso til að þykjast vera e-r læknir sem hún átti að fara til allan þennan tíma sem heitir Celso Camasutra. Tomás talar við hann í símann og skellir á hann og finnst Alicia hafa svikið sig (sem hún gerði).

Tomás kemst að peningasvikum Aliciu og ásakar hana um að stela peningum fyrirtækisins, þeirri einni milljón sem Jacques gaf þeim fyrir þáttinn, en Ariel kemur með lögregluna og ásakar hann um að stela þeim, og Tomás tekur á sig sökina fyrir Aliciu. Tomás flýr með Lety (bara orðinn “glæpon”;)) á meðan löggan eltir þau. Alicia áttar sig á hve mikið hann elskar sig fyrst hann tók á sig sökina og hún ákveður að skila peningunum og segja Tomás að hún elski hann.

Fernando og Aldo fara að rífast en þegar þeir sjá að löggan er að elta Lety elta þeir hana á mótorhjólum, en halda áfram að rífast í leiðinni. (Þeir voru að herma eftir hlutverki leikarans og söngvarans Pedro Infante og mótorhjólafélaga hans í myndinni A Toda Maquina, en þegar þessir síðustu þættir af LFMB voru, í febrúar 2007, voru u.þ.b 50 ár síðan hann dó).

Löggan nær Tomás en Alicia kemur og bjargar honum. Tomás segir henni að hann elski hana ekki lengur.
Alicia kveður Tomás og hann lætur hana fara án þess að vita að hún elskar hann.

Aldo og Fernando detta fram af kletti á meðan þeir rífast á mótorhjólunum, en meiðast ekki.

Marcia kemst að því að maðurinn sem hún er með er leynilegi aðdáandi hennar.

Fernando borgar Aldo skuldina og verður aftur forstjóri í Conceptos, en hann ákveður að gefa Marciu forstjórastólinn og segir að hann ætli að fara úr fyrirtækinu. Lety gefur Marciu forstjórastólinn opinberlega og þær kveðjast og faðmast og verða vinkonur upp frá því.

Þegar Fernando kemur og tilkynnir öllum í fyrirtækinu hve mikið hann elskar Lety kemur Aldo og segir Lety að hún þurfi að lesa dagbók Fernandos. Eftir að hún les ahana játar hún að hún elskar Fernando og spyr Aldo ef hún má giftast Ferni í staðinn. Hann segir já, en þegar Lety svipast um eftir Fernando er hann farinn og Aldo líka þegar hún snýr sér við til að þakka honum.

Tomás finnur Aliciu í kirkjugarðinum þar sem hún er að heimsækja gröf föður síns. Hún segir Tomás að hún elski hann og hún gangi með barnið þeirra.
Sara ættleiðir barn.

Marcia segir Lety að Fernando sé farinn til Brasilíu en Martha segir henni að hann sé enn á flugvellinum svo hún reynir að ná honum en hann er nýfarinn. Martha sendir flugmanninum skilaboð sem segir Fernando að Lety elski hann, svo hann ákveður að fara úr flugvélinni. Lety fer á hótelið þar sem þau nutu ásta í fyrsta skiptið, Fernando kemur og biður hennar og hún játar!

Þau fara heim til Lety að tilkynna foreldrum hennar að þau séu trúlofuð og Fernando útskýrir hvernig hann komst úr vélinni. Lety og Ferni ákveða að giftast í dómkirkjunni í Monterrey þar sem hún ætlaði að giftast Aldo.

Í athöfninni eru allir að bíða eftir Aldo en Fernando kemur í staðinn! Lety og Fernando uppgötva að Aldo er engill sem hjálpaði þeim að vera saman og þau giftast loksins!
Í Acapulco bjargar Aldo strák sem missti foreldra sína og verður vinur hans, hann kallar Aldo engil.

Þátturinn endar með því að Lety og Fernando læra að það er ekki útlitið sem skiptir máli, heldur það sem er í hjartanu og sálinni á fólki. Þau njóta ásta og La Fea Más Bella endar með þökkum til aðdáenda og stórum tónleikum þar sem margir úr LFMB syngja meðal annars.

Svona endar þetta! Er rosa ánægð með endinn þó það sé sorglegt að þetta sé að verða búið. Það hefði samt verið gaman að sjá svona nokkrum árum síðar þegar Lety og Ferni eru búin að eignast börn eða e-ð;)

Hvernig finnst ykkur endirinn?