SPOILERAR Í LFMB!!

Já, ég hætti síðast þegar Fernando fór til New York og Marcia fór til London, og Ferni bað Omar um að kíkja eftir Lety á meðan og halda Aldo frá henni.

Hér kemur kaflinn sem kallast “Aurora”.

Fernando er í New York og reynir að ná taxi þegar hann rekst á fallega konu sem heitir Karla, en þau fara sínar leiðir. Fernando tekur taxi-inn og hittir fólk sem tengist viðskiptum til að tala við þau um þetta sælkera/matarverkefni Aldos í Conceptos. Hann verður hissa þegar hann sér Körlu og kemst að því að hún er ein af þeim sem hann mun vinna með. Þetta litla tækifæri um rómantík hjá þeim varir ekki lengi, jafnvel þó hún reynir að tæla hann. Fernando elskar Lety ennþá. Hann segir Körlu að hann vilji ekki vera með henni og á sama kvöldinu hættir hann með Marciu.
Þegar Fernando er kominn heim til Mexico er hann og Aldo ennþá að keppast um ást Lety. Fernando segir mömmu Lety að hann elski hana og játar það við sína eigin móður seinna.

Í Conceptos fara undarlegir hlutir að gerast… Alicia er gerð forstjóri og notar Tomás til að greiða út talsverðan fyrirtækissjóð til sín. En hún er ekki lengi forstjóri;)

Fernando er í vondu skapi einn daginn, og slæst við Omar sem hledur áfram að kalla Lety illum nöfnum. Slagsm´lain fara út fyrir skrifstofuna fyrir framn andlitin á felustum í fyrirtækinu. Á endanum, lýsir Omar sér yfir farinn frá staðnum, og Ferni er ekki lengi aðstoðarmaður.

Luigi verður eyðslusamur þegar hann endurinnréttar skrifstofurnar og heldur hátíð (“gala”) fyrir nýju matreiðslubók Aldos, sem gerir Conceptos mun skuldugra. Þegar Lety er að fara að tapa öllu, bjargar Aldo málunum og borgar skuldina. Fernando reynir að kaupa fyrirtækið með því að selja allar sínar eigur, en það tekst ekki. Ariel reynir að vinna forstjórastólinn á meðan Lety er í burtu, en Aldo stoppar hann með því að lýsa því yfir að hann sé nýi eigandi Conceptos.

Áður en Aldo borgar skuldina, er smástund sem það virðist eins og Lety og Ferni eru að byrja saman aftur, þar sem hún heyrði frá mömmu sinni og meira að segja Marciu að hann heufr elskað hana mjög lengi. Þau eru að kyssast í forstjóraskrifstofunni þegar Aldo kemur inn og endar bæði kossinn, og að ástarsambandið þeirra í bili. Lety reynir svo að ákveða á milli Aldo og Fernando.

Eftir að Omar lofar að hætta þessum nafnaköllum að Lety, fyfirgefur fyrirtækið honum og hann er ráðinn aftur, þó í sannleika sagt er hann ekki tilbúinn að hætta með smámunina enn.
Á þeim tíma byrjar Aldo að skrifa framhald af matreiðslubókinni sinni með konu að nafni Carmina. Hún reynir að tæla hann, en það mistekst.

Carolina breytir útliti Lety með því að láta hana vera í 1940´s stíl (femme fatale), sem hún kallar Aurora sem er frá Brasiliu (hún er samt líka hún sjálf, á daginn). Það fyndna er að Omar verður ástfanginn af Auroru, án þess að vita að það sé Lety, og reynir að tæla hana, en það mistekst í ÖLL skiptin.
En vandræði fylgja Auroru. Omar skrifar undir samning við Senor Jacques fyrir verkefni sem skartar Auroru í aðalhlutverki. Aurora neitar, og Senor Jacques hótar Conceptos með stórri lögsókn sem gerir þau gjaldþrota, og Omar er rekinn út af því. Lety vill ekki gera þetta verkefni, en ákveður að gera það til að bjarga Conceptos.

Þegar fjármálavandamál Aliciu gefur henni brottrekstraaðvörun, ákveður hún að deita Tomás, og enda þau á að gifa sig í fallegri athöfn. Hún byrjar að stela peningum til að kaupa skartgripi og annað óhóflegt og segir Tomás að pabbi hennar hafi keypt þetta allt.

Þá er “Aurora” kaflinn búinn:D

Næst kemur kaflinn “Here come the brides” ;)

Takk fyrir :)