Jæja, þá reynum við aftur og ef þetta gengur ekki núna tek ég því sem tákni frá æðri máttarvöldum um að ég eigi bara ekkert að kommenta á sápurnar:-)

Glæstar vonir

Hitamál líðandi stundar er óneitanlega hjónaband Deacons og Bridget, en þar sem þetta eru glæstar mun þetta líklegast teygjast í einhverja mánuði enn! Þessi ástarferningur sem við sitjum uppi með er dáldið snúinn, því það á einhver eftir að særast illilega …

Ég vil sjá málin leysast sem fyrst og á þá leið að Amber yfirgefi Rick fyrir Deacon. Á milli þeirra er sönn ást vil ég meina, a.m.k. af hálfu Deacons! En persónulega finnst mér það jafn augljóst og Brooke að tilfinningar Amber í garð Deacons er ekki síður sterkar, og ætti enginn að efast eftir að hún notaði L-orðið:-) Þarna höfum við því gagnkvæma ást, sem á að fá að njóta sín. Auk þess væru þau þá óþarfa persónur, og þó það væri leiðinlegt að sjá á bak Deacons þá væri það himnasending að losna við Amber!

Þessi lausn felur í sér að systkinin særast, en ef þau sverja sig í ætt við hálfbróður sinn og föðurstaðgengil til margra ára Ridge þá jafna þau sig á einni viku … í MESTA lagi! En að öllu gamni slepptu, þá væri vorkunn manns hjá Bridget, hún hefur verið illilega notuð í þessu máli og mun koma verst út, og því lengur sem við bíðum því verra verður það fyrir hana … Deacon er nefnilega glettilega góður í því að blekkja hana, og kannski spurning hvort að eftir einhvern tíma þá verði kveiknaðar alvöru tilfinningar hjá honum í hennar garð?!?!

Rick getur maður ekki vorkennt. Hann kallaði þetta yfir sig sjálfur, hann kom með Deacon inn í líf þeirra AUK .þess sem að maður giftist ekki barnfóstrunni sinni!! Það er sick, og í mínum huga hringir það MJÖG háværum viðvörunarbjöllum um að Amber sé ekkert nema ótýndur gullgrafari! Gefur hugtakinu vögguræningi mun bókstaflegri merkingu en áður:-) Djí, mun aldrei fyrir mitt litla líf skilja hvernig Stephanie, sem hefur eytt rúmlega 20 árum í að berjast gegn Brooke og tengslum hennar við Forrester-fjölskylduna, gat verið helsti stuðningsmaður sambands Amber og Ricks!!!! Ótrúlegt!

Nágrannar

Mér finnst helsta hitamálið, nú þegar Luka er horfinn á braut, vera hinn nýji þrihyrningur Stu-Sindi-Toadie. Þetta er nasty ástand sem brýtur í bága við óskrifuð siðalögmál um að deita ekki ex-um bestu vina sinna …

Engu að síður vil ég sjá Sindi og Stu byrja saman og sjá hvort þau eigi betur saman en Sindi og Toadie! Þau eiga það bæði skilið, Stu greyið hefur átt í hverju hræðilega sambandinu á eftir öðru eftir að hann kom í Ramseygötu og áður líka ef marka má sögur hans af fyrrum heitkonu sinni! Sindi mátti líka þola margt frá Toadie, sem hún hefði ekki átt að láta bjóða sér svo að ég segi bara GO FOR IT!

Forsagan í grönnum leyfir líka svona sambönd, margir vinir hafa svoppað á kærustum eða “stungið undan” vinum sínum og allt orðið í lagi á endanum. Þar sem að Toadie var sá sem að hætti með Sindi þá ætti hann að geta unnt henni að finna sér nýjan maka, þó að sá sé góðvinur hans. Þau þurfa bara að leyfa smá tíma að liða áður en þau stökkva í arma hvors annars og þá verður allt í himnalagi:-)

Leiðarljós

Þar sem að ég er dyggur aðdáandi AM þá finnst mér mesta hitamálið snúast um hvort að við séum að verða vitni að því að Lucy og AM – eitt ástsælasta par leiðarljóss – byrji saman aftur:-) Biðin er búin að vera löng og ströng, en öll merki um að þau nái saman eru til staðar …

Það eina sem stendur í veginum er þessi misskilningur þeirra að hitt vilji bara vináttu, og því þora þau ekki öðru en að þykjast bara vilja það líka:-( En ég er bjartsýn um að nálægðin leysi þennan leiða misskilning! Svo þá er bara spurning hvort þessi Lawrence karl og kellingin sem AM var svo vinalegur við á mánudaginn eigi eftir að setja strik í reikninginn? Ég vil helst sleppa við allar kærasta/ustu flækjur, þó að eitt gott afbrýðiskast ætti að láta þau átta sig á tilfinningum sínum hvors til annars og gera eitthvað í málunum!

Annað sem ég verð að nefna er nýji þríhyrningurinn á svæðinu … eða alla vega heitasti þríhyrningurinn um þessar mundir, Roger-Holly-Fletcher. Mæj ó mæj! Þó það væri alveg yndislegt að sjá Roger missa ástina sína fyrir fullt of allt þá væri enn skemmtilegra að sjá ástina sigrast á eldi og brennisteini og að Roger og Holly myndu gifta sig og lifa happily ever after:-) Það er soldið súrt að eftir ALLT sem á undan er gengið á milli þeirra að þá sé það Fletcher af öllum sem að fái Holly til að gleyma Roger! Ef að öll svikin, barsmíðar og nauðgun dugðu ekki til, hvernig getur þá Fletcher verið galdralausnin?!?!

O.C.

Veit ekki hvort ég geti kallað viðvarandi vandamál hitamál, en ég get ekki orða bundist yfir Marissu. Í gær sýndi hún það og sannaði að hún er bara ofdekruð frekjudolla! Hún getur bara sjálfri sér um kennt að pabbi hennar er farinn, hún gat ekki unað honum því að finna ástina á ný í örmum Julie og því varð hann að fara til að gleyma henni. Svo grenjar hún og frekjast og kennir mömmu sinni um að líf hennar sé ömurlegt, en hver heilvita maður sér að það er fyrirgefanlegt að skilja við maka sem gerist sekur um glæpi, það er fullkomlega eðlilegt að vilja senda dóttur sína sem drap sig nær af drykkju og pilluáti í meðferð sérstaklega þar sem að hún er algjör BYTTA og foreldrar sem skilja þeir giftast aftur, meira að segja mjög algengt að það sé í rauninni of snemma svo að við getum ekkert áfellst Julie fyrir það heldur! Eina sem við getum notað gegn henni er samband hennar við Luke … en það er langt í frá að vera rót vandans!

Það virðist hins vegar vera eitthvað fjölskyldutrend að kenna Julie um allt sem illa fer. Jimmy gerði það líka á mánudagskvöldið þegar hann sagði Julie bera ábyrgð á því að hann framdi fjársvikaglæpi. Það hlýtur að hafa farið fram hjá mér þegar að hún beindi byssunni að höfðinu á honum og hótaði að skjóta ef hann drægi ekki að sér fé og falsaði bókhaldið!!! Þegar að Julie vildi kaupa sérinnflutta sturtuhengiskróka úr marmara þá átti Jimmy bara að segja “Því miður elskan, við höfum ekki efni á þessu …” og það hefði maðurinn gert ef hann hefði eitthvert bein í nefinu! En það er víst þægilegra að feta glæpabrautina og kenna svo bara eiginkonunni um allt … URG! Verð reið af því að hugsa um þetta!

En annars er málið með Ryan og Lindsay bara fyndið. Hún er ekki frænka hans, hvað þá systir! Þau hafa hvorki blóðtengslin né þau tilfinningatengsl sem oft ákvarðar, fremur en blóðið, hver er skyldmenni og hver ekki. Þeim er því frjálst að vera saman eins lengi, og eins náið, og þau kjósa … það hefði aftur á móti verið alvöru drama ef að það hefði verið Seth en ekki Ryan sem að kolféll fyrir Lindsay og að þau væru því par … þá hefði þurft að draga það lengur að láta allt komast upp og við hefðum fylgst spennt með þróun mála hjá frændfólkinu:-) og hugsa sér ef þau hefðu gengið alla leið áður en allt kæmist upp … drama drama drama!

OTH

Þar sem að það er hlé á veislunni núna, þá bíður maður bara spenntur að sjá hvort Dan sé ekki pottþétt dauður … eða hvort það sé verið að koma upp hefð í þáttunum að enda á því er virðist andláti Dans:-) og ekki síður HVER sé morðinginn?!?!

Mín ágiskun er: Nathan. Hann var svo duló þegar hann kom heim um kvöldið, en á móti kemur að það er því kannski of augljóst? Karen sá Keith í bænum svo ef til vill var það hann … eða Andy, sem jörðin virtist hafa gleypt þegar að Karen var að leita að honum. Það væri hins vegar ódýr lausn, því þá er morðinginn persóna sem má missa sín … miklu meira spennandi að sjá málið snúast um persónu sem ALLS ekki má hverfa á braut … en hver kveikti í? Og var það ekki örugglega Deb sem að gaf honum ólyfjan? Eða gleypti hún þessar pillur kannski sjálf? Hún var nú alveg rotuð þarna í sófanum í marga tíma …