Watkin's tower Þegar Sir Edward Watkin, auðugur þingmaður og forstjóri þá-leiðandi lestafyrirtækis í Englandi, snéri aftur frá ferð sinni til Parísar þar sem hann hafði m.a. skoðað hinn nýbyggða Eiffel turn var hann fullur hugmynda og væntinga.
Eiffel turninn hafði undrað allan heiminn og var þá-hæsta bygging heims, en hann var eitt af fyrstu stórvirkjunum til að sýna fram á kosti stáls í skýjakljúfum og turnum, sem þá var á grunnstigi.

Watkin vildi byggja turn minnst 45 m. hærri en Eiffel turninn og bauð Gustav Eiffel að hanna nýja turninn en Eiffel hafnaði boðinu vitanlega, til að halda tryggð við þjóð sína. Þetta var árið 1889.
Því næst hélt Watkin alþjóðlega hönnunarkeppni þar sem lokahönnunin þurfti að keppa við ýmsar hannanir eins og lóðréttan bæ sem innihélt íbúðabyggingar, skrifstofur, bókasafn(?), réttarsal og margt fleira, útgáfu af skakka turninum í Pisa beinum, eftirlíkingu af Gizapíramídanum með eftirlíkingu af hengigörðum Babýlons við, og ýmislegt fleira.
Sigurhönnunin var 350 m. hár málmturn á 8 fótum (sumar heimildir mínar segja reyndar 6).
Watkin fól Sir Benjamin Baker verkefnið og hann fækkaði fótunum úr 8 í 4 vegna fjármagnsskorts, sem átti síðar eftir að stuðla að niðurníðslu og yfirgefningu turnsins.

Byrjað var að byggja 1892, og árið 1894 var fyrsta stigi hans lokið og garðurinn umhverfis og turinn sjálfur var opnaður almenningi. Turninn hafði náð aðeins 47 m. hæð á þeim tíma.

Byggingu var hætt seint 1894 þar til nægt fjármagn safnaðist til að halda byggingu áfram, en kostnaður jókst stórlega þegar turninn varð fyrir landsigi.
Þegar Watkin sjálfur dó síðan 1901 fór mestur áhugi fyrir áframhaldi byggingarinnar og fjármagnið kom aldrei, en staðurinn var opinn allt til ársins 1907 þegar hann var sprengdur upp til að rýma fyrir nýjum byggingum, og hafði þá öðlast gælunöfn eins og London stubburinn og Vitleysa Waktin's.

Á staðnum er nú hinn frægi Wembley-leikvangur en undirstöður turnsins fundust einmitt við endurbyggingu leikvangsins 2005.
Romani ite domum!