Lögleg morð, 3. kafli. 1. kafla er að finna hér.
2. kafla er að finna hér.

Þessi kafli er aðeins öðruvísi af því að hann fjallar um tvær aðferðir sem fæstir vita um í dag, og eru því kannski ekki jafn áhugaverðar eða bara í allt öðrum geira en hinar tvær greinarnar. Vonandi verður raunin samt ekki sú. Gjöriði svo vel.




Látúnsnautið


Fyrsta látúnsnautið var smíðað og hannað af Perillos frá Aþenu einhverntímann í kringum 560 f.Kr.
Hann gerði það til að þóknast harðstjóranum Phalaris sem vildi ólmur kæfa glæpi og uppreisnarhópa og var að leita að grimmilegri aftökutólum. Þetta var í borginni Acragas á Sikiley.

Nafnið á látúnsnautinu segir nokkurnveginn flest sem þarf að segja um tólið sjálft, sem var hol stytta úr látúni í fullri stærð. Á hlið nautsins var svo hurð sem sakborningurinn fór inn um lifandi, svo var kynt bál undir nautinu og beðið þar til málmurinn varð rauðglóandi og dauðaveinin hættu.

Sagan segir að Phalaris hafi látið Perillos sjálfan prófa það til að ganga úr skugga um að það virkaði sem skyldi, svo þegar íbúar Sikileyjar gerðu uppreisn árið 554 f.Kr. er það sagt að Phalaris hafi einnig lent í nautinu.

Nautið varð flóknara með tímanum og þá sérstaklega þegar Grikkirnir byrjuðu að nota það, en þeir hönnuðu flókið kerfi röra í trýni nautsins sem lét öskur sakborningsins hljóma eins og baul nauts og reykurinn kom út um nasirnar.

Rómverjarnir og Grikkirnir gerðu eins tól og notuðu Rómverjarnir mikið í að taka kristna píslarvotta af lífi á fyrstu öldunum e.Kr. en notkun þeirra hætti nánast um leið og Constantine I tók við völdum og setti trúarlegt frelsi.
Þá var nautið nær ekkert notað í ca. 700 ár eða þar til rannsóknarréttarlegar stofnanir byrjuðu að dúkka upp í Evrópu. Það var síðan nær alveg hætt að nota í kringum ca. 1450 en þá byrjuðu alvöru hörkutól eins og spænski rannsóknarrétturinn að finna uppá meira… skapandi leiðum til aftöku og pyntingar.
Teikning af látúnsnautinu.


Þúsund skurðir


Þessi aðferð er tvímælalaust ógeðslegasta aðferð notuð í miklum mæli eftir iðnbyltinguna og það er frekar ótrúlegt hvað hún var notuð lengi.
Hún var bara notuð í Kína með einstaka tilvikum þar sem hún var notuð í næstliggjandi löndum, frá ca. 900 e.Kr. til 10. apríl 1905, og felld úr gildi tvem vikum seinna.
Það eru tvö afbrigði af þessari aðferð.

Önnur aðferðin er að margir hnífar séu í körfu, hver merktur ákveðnum líkamshluta. Böðullinn dregur svo af handahófi einn hníf úr körfunni og sker viðkomandi líkamspart af, t.d. eyra, eða aftanvert læri, allir hnífarnir eru dregnir og að lokum, í sumum tilfellum, er sundurtættur líkaminn settur í körfu eða á plötu og sýndur bæjarbúum.

Hin aðferðin er þannig að böðullinn fylgi ákveðinni röð. Þessi röð var mjög breytileg eftir svæðum, alvarleika brots, og því hver væri að horfa, t.d. ef vestrænir blaðamenn voru viðstaddir var aðferðin oft linuð þónokkuð.
Einn vitnisburður lýsir röðinni svo: böðullinn byrjar á því að stinga út augun, blindandi sakborninginn sem bætir talsvert við sálfræðilegan hryllinginn og kvíðann. Næst sker hann eyrun, nef, tungu, fingur, og tær af og þannig ‘minniháttar’ skurði áður en hann fer í stærri skurði eins og síður og kálfar. Svo er líkaminn aflimaður smám saman með þeim hætti að fyrst er skorið sundur ökkla og úlnliði, því næst hné og olnboga, og svo við mjaðmir og axlir. Allra seinast er síðan stungið hníf niður að hjöltum í hjartarstað og höfuðið höggvið af. Stundum voru líkamsleifarnar svo til sýnis.

Ég ætti að taka fram að svona var þetta alls ekki í öllum tilfellum, og sumstaðar gátu aðstandendur mútað böðlinum til að veita sakborningi miskunnarhögg, s.s. drepa í fyrsta skurði. Stundum, undir sérstökum kringumstæðum var fyrst skorið rétt fyrir ofan augabrýnnar og flett skinnið niður fyrir augun. Svo voru tveir snöggir krosslaga skurðir í bringuna og hnífnum svo stungið í hjartað. Líkaminn var þá aflimaður.

Myndir teknar af frönskum hermönnum 1905 af aftökum(klikkið á myndirnar til að sjá þær nær):

!!VARÚÐ!! ÞESSAR MYNDIR ERU AFAR GRÓFAR OG EKKI FYRIR BÖRN EÐA VEIKAR SÁLIR

Wang Weiqin, maður sem drap tvær fjölskyldur.
Óþekktur. Hugsanlega sturlaður strákur sem drap foreldri sitt.
Fou-Zhu-Li. Konunglegur vörður sem drap meistara sinn, prinsinn. Þetta var sennilega síðasta aftakan af þessu tagi, en hún var numin úr gildi 2 vikum seinna.
Lokaútkoman.
Allar myndir síðunnar af aðferðinni(6 síður, fletting neðst og efst).



Á myndinni er mynd af gullkálfinum, hugsanlega uppruni hugmyndar Perillosar?

Ég hef ekki planað að skrifa aðra grein, en mun hugsanlega gera það einhverntímann. Annars langar mig að skora á einhvern að gera 4. kafla, sá getur þá bara valið sér aftökuaðferð/ir og búið til grein og sent inn, án neins samþykkis frá mér eða neitt svoleiðis. Ég held það væri gaman ef einhvern langar að skrifa þannig grein. Ég býðst til að prófarkalesa meiraðsegja :)
Endilega gefið álit ykkar á greininni.

Takk fyrir mig, vonandi höfðuð þið gaman af þessum lestri.
MooMoo.
Romani ite domum!