Sæl og blessuð.

Ég var að gera “ritgerð” fyrir stuttu um Jón Sigurðsson. Þetta var frekar verkefni þar sem átti að vera forsíða og tvær blaðsíður í meginmál, enginn inngangur (er 13). En hér kemur hún. Njótið vel.

Jón Sigurðsson fæddist 17. júní 1811 á Hrafnseyri. Faðir hans hét Sigurður Jónsson og var prestur, móðir hans var Þórdís Jónsdóttir, sem var húsfreyja. Systkini Jóns voru Margrét og Jens. Jens varð rektor í Reykjavík og Margrét varð húsfreyja á Steinanesi.

Þegar Jón var unglingur fór hann að vinna við sjó og landbúnað. Tæplega 18 ára gamall fór Jón til Reykjavíkur, þar sem hann tók stúdentspróf með góðum árangri, en faðir hans hafði kennt honum þann skólalærdóm sem til þurfti. Í Reykjavík stundaði Jón verslunarstörf hjá föðurbróður sínum, Einari Jónssyni faktor, um hríð. Þar kynntist hann konunni sínu, Ingibjörgu Einarsdóttur, dóttir Einars Jónssonar. Vorið 1830 gerist Jón skrifari hjá Steingrími Jónssyni biskupi í Laugarnesi og var þar hjá honum í þrjú ár. Ljóst er að dvöl hans hjá biskupi hafði mikil áhrif á allt lífsstarf hans síðar. Áhugi Jóns á íslenskum fræðum og öllu því sem íslenskt var, sem hann hafði fengið í æsku, byrjaði að aukast hjá biskupnum. Þar hafði hann aðgang að stóru bókasafni og mesta safni íslenska handrita og skjala sem þá var til í landinu. Árið 1833 trúlofaðist Jón Ingibjörgu, og sama ár sigldi hann til Kaupmannahafnar í háskólanám. Meðan Jón var í Kaupmannahöfn þá var Ingibjörg heima á Íslandi að sjá um heimilið. Jón lauk aldrei prófi, heldur fór hann að stunda ýmis fræðistörf meðfram náminu. Sex árum eftir að Jón fór til Kaupmannahafnar lést Einar, faðir Ingibjargar. Sex ár eftir andlátið kom Jón heim, hafði þá verið í 12 ár í námi og giftist Ingibjörgu 4. september árið 1945. Ingibjörg og Jón voru barnslaus en þau tóku systurson Jóns, Sigurð Jónsson í fóstur árið 1859 og ólu hann upp.

Talið er að Jón hafi viljað fara að berjast fyrir sjálfstæði Íslands árið 1830 þegar skip kom til landsins með fregnir um mikla byltingu í Evrópu. Rúmenía og Serbía höfðu til dæmis fengið sjálfstæði frá Tyrkjum, og síðan Grikkland og Belgía, Júgóslavía liðaðist í sundur og þá fengu Slóvenía, Króatía, Bosnía, Makedonía og Serbía-Svartfjallaland sjálfstæði.

Þegar Jón kom heim 1845, var alþingi endurreist og Jón gerðist stjórnmálamaður. Í Reykjavík ríkti dönsk-íslensk menning, bland af menningu frá útlöndum, höfðingjamennginu Íslendinga og menningu íslensks þurrabúðarfólks. Í því spratt ónægja með stjórn Dana, og sveitafólk fylkti sér um sjálfstæðiskröfur Jóns Sigurðssonar.
Árið 1848 afsalaði Danakonungur sér einveldi. Þá birti Jón Hugvekju til Íslendinga og var það stefnuskrá hans í sjálfstæðisbaráttunni, sem flestir Íslendingar fylgdu undir forystu hans. Þá kom Jón fram með hin sögulegu rök, sem urðu eins og rauður þráður í allri hans baráttu, en aðalatriði hennar var að Íslendingar fengju að ráða sér sjálfir.

Vorið 1851 var Jón kosinn forseti Hafnardeildar Bókmenntafélagsins og var hann þá staddur á skipi á leið til þjóðfunds. Var þetta gert að honum forspurðum. Störf hans fyrir félagið urðu mjög umfangsmikil og gegndi hann forsetastarfinu til æviloka. Af þessu starfi fékk hann viðurnefnið forseti.

Danska stjórnin boðaði til þjóðfundar í Reykjavík sumarið 1851. Lagði hún frumvarp fyrir fundinn, þar sem þjóðréttindi Íslendinga voru höfð að engu. Íslensku fulltrúarnir lögðu hins vegar fram annað frumvarp undir leiðsögn og forystu Jóns Sigurðssonar. Var þar byggt á kenningum hans í Hugvekjunni frá 1848. Ekki leist konungsfulltrúa, Trampe greifa, á frumvarp Jóns Sigurðsssonar og samherja hans og sleit hann því fundinum í nafni konungs. Þá hljómaði setningin: “Vér mótmælum allir.” Og þá kom brestur í danska konungsveldinu, sem leiddi síðar til sjálfstæði Íslands. Ísland fékk svo sjálfstæði 1944.

Jón Sigurðsson andaðist í Kaupmannahöfn 7. desember 1879 eftir nokkurra mánaða erfið veikindi. Kona hans, Ingibjörg, lést svo níu dögum síðar en hann.