Nú er ég búin að vera að lesa mér aðeins til um framhjáhald í skólanum og mikil umræða verið um það í sálfræði uppá síðkastið, ég ákvað að setja inn nokkrar vangaveltur, endilega deilið ykkar skoðunum!
Þetta eru aðeins mínar skoðanir og umræður uppá síðkastið :)

Minni einnig á að þið megið hafa samband við mig ef þið hafið sérstaka ósk um grein, eða viljið bara spurja að einhverju
Orsakir?

Við vitum öll að það er rangt að halda framhjá og segjum eflaust öll í upphafi hvers sambands „nei, ég mun sko aldrei halda framhjá!“ , en því miður eru alltaf einhverjir sem brjóta þessi heilögu bönd í sambandi. Sá sem heldur framhjá gæti sagt eitthvað á þessa leið :

„Ég finn fyrir tilfinningum með henni/honum sem ég hef aldrei fundið fyrir hjá makanum“

„Ég virðist aldrei fá leið á honum/henni“

„Þetta var eitt skipti, ég varð bara svo æst/ur við hinn aðilann að ég réð ekki við mig“

Lélégar afsakanir, allar sem ein, þótt að það sé hægt að orða þetta á aðeins vísindalegri hátt. Þegar við sjáum einhvern sem við erum hrifin eða ástfangin af, eða bara einhvern sem heillar okkur, sleppir líkaminn ákveðnum efnum lausum sem gera það að verkum að maður finnur fyrir gleði, spenningi og ánægju. Með tímanum hverfa fiðrildin í maganum og þá finnur maður þetta „rush“ þegar maður sér einhvern annan sem heillar mann. Þeir heiðarlegu hunsa þessa tilfinningu og muna að þeir elska maka sinn, en hinir ganga veginn til framhjáhalds, sem skaðar sambandið, hinn aðilann og mann sjálfan.

Sumir verða ástfangnir, fara í samband og verða svo ástfangin uppá nýtt, en í þetta sinn er það ekki makinn heldur einhvern allt annar. Hvað gerir maður þá? Þetta er erfið aðstaða og fáir eru tilbúnir að snúa lífi sínu algjörlega á hvolf fyrir einhvern nýjan aðila. Enginn vill særa sjálfan sig eða þann sem maður elskar og þá virðast svolitlar lygar oft eina lausnin. En þegar öllu er á botninn hvolft eru lygar aldrei lausnin. Hreinskilni er gulli betra. Mörgum finnst svona aðstæður hinsvegar vera á mjög gráu siðferðislegu svæði, á að hætta með makanum og vera með hinum eða eru það mistök? Því miður er ekkert rétt svar og enginn getur svarað þessu nema maður sjálfur. Framhjáhald er samt aldrei lausn, heldur aðeins nýtt vandamál.

Er hægt að koma í veg fyrir framhjáhald?

Eins og ég kom inná áðan fáum við svona „rush“ af tilfinningum þegar við sjáum einhvern sem heillar okkur og er spennandi. Ef þér finnst vera hætta á framhjáhaldi í þínu sambandi skaltu skoða þessi ráð: (Munið samt að við getum ekki breytt hinum aðilanum, verðum aðeins að treysta á sambandið og okkur sjálf!

Haltu rómantíkinni við! Verið dugleg að gera eitthvað saman, annað en að hanga heima og horfa á DVD

Kynlíf,kynlíf, kynlíf. Nýjir staðir, nýjar stellingar, nýjir leikir, búningar…notið hugmyndaflugið!

Málamiðlanir. Ef það er mikið rifist í þínu sambandi, setjist þá niður og samþykkið að reyna bæði eftir bestu getu að finna málamiðlanir í næsta sinn sem þið þrætið (svo er make-up sex alltaf gott líka (; )

Komdu makanum á óvart :)

Ef þú hefur lent í framhjáhaldi…

Hvort sem þú varst gerandi eða þolandi þá er þetta sárt. En ef viljinn er fyrir hendi þarf framhjáhald ekki að skemma sambönd, það tekur bara tíma og þolinmæði að koma því aftur á rétta braut. Stolt þolenda er brostið, traustið farið og einmannaleikinn nær yfirhöndinni svo það þarf að fara varlega aftur í hlutina. Sumir læra þó aldrei og þá verður makinn að átta sig á því hvenar er best að ganga út, því enginn á að láta svona hegðun viðgangast eða segja hana vera í lagi.


Tíminn læknar öll sár!