Sæl öll sömul.

Enn og aftur eftir langt hlé sökum anna leggst ég yfir skrif og í þetta skipti ætla ég að reyna fyrir mér í tengslum við fjarsambönd.

Vonandi hafið þið gaman af.
——————————————————————————————–

Ást er flókinn hlutur. Sumir vilja meina að ást sé einstök tilfinning; eitthvað sem maður finnur bara eftir að sá „eini rétti/eina rétta“ hefur komið í leitirnar. Aðrir vilja meina að ást sé sambland margra annarra tilfinninga sem verði að ljúfum og góðum kokteil þegar saman kemur og veldur þeirri gífurlegu vellíðan sem við getum fundið til í örmum þess rétta.

En hvort sem rétt getur, þá mun það aldrei reynast einfalt þegar ástin manns er víðsfjarri.
Þetta er þó raunveruleikinn hjá allmörgum Íslendingnum, sem og fólki um heim allan.

Ég hef það á tilfinningunni að þegar fólk bað mig um að skrifa um þetta málefni að þá væri sú bón aðallega byggð á þeirri von að ég gæti komið með einhverskonar töfraformúlu um hvernig hægt sé að lifa af langan aðskilnað, hvort sem er í eitt skipti eða síendurtekinn. Staðreyndin er hinsvegar sú að slík formúla er ekki til og þetta mun ávallt reynast erfitt.

Að mínu mati eru það fjórir hlutir sem gera þetta hvað erfiðast hjá fólki. Þeir eru:

Söknuður – bæði líkamlegur sem og andlegur
Félagsskapuralmennur
Stöðugleikidaglegur
Traustóvissan

Ef unnið er markvisst í því að draga úr vankvæðum þessara fjögurra þátta myndi ég halda að fjarsambandið myndi endast lengur en ella.

Við skulum skoða þessa þætti aðeins nánar:

Söknuður

Söknuðurinn er einn sá harðasti fylgifiskur ástarinnar. Að finna fyrir einhverju eins yndislegu og sterkri ást í hjarta manns hvern einasta dag þegar ástin stendur manni næst er eitthvað sem mörgum reynist þungt að þola þegar misst er. Til þess að ráða við andlega söknuðinn er best að notast við þá samskiptatækni sem til er í dag. Nokkur dæmi um þá tækni ætla ég að nefna hér. Þau eru:

Farsími/heimasími +Vefmyndavél (ef mögulegt)
MSN (Microsoft Live Messenger)+ Vefmyndavél (ef mögulegt)
Skype (Internet sími) +Vefmyndavél (ef mögulegt)

Nú best af öllu og nánast af þessum aðferðum er sími + vefmyndavél. Þá eru tvö af fimm skynfærum virk: heyrn og sjón. Þessi aðferð, ef fólk er ekki feimið við að tjá sig (tekur vanalega smá stund að venjast þessu, en ekki lengi) skilar mjög góðum árangri og getur látið manni líða eins og sá sem maður talar við sé næstum á staðnum.

Skype + vefmyndavél er ekki langt á eftir þegar kemur að gæðum og getur í sumum tilfellum reynst betri. Það eina er að það er talsvert erfiðara að setja þetta allt upp, en ef rétt er staðið að því og tæknin sem þörf er á er til staðar, getur þetta bæði reynst betra, þar sem ekki þarf að halda á símatóli, sem og ódýrara, þar sem samskipti yfir Skype eru ókeypis ef þau eru á milli tveggja tölva.

MSN + vefmyndavél kemur í síðasta sæti en getur þó reynst mjög fínt. Ég vil ítreka við fólk að nota broskalla kerfið sem mest, sérstaklega þegar verið er að tala við ástina sína, þar sem þetta kerfi er það besta til þess að tjá tilfinningar á skriflegu formi. Einnig ber fólki að muna að þar sem ekki heyrist raddblær eða önnur ómælt tjáning í gegnum MSN, þá verður fólk að gera sitt besta í að forðast misskilninga þar sem ekki er erfitt að misskilja ef maður hefur ekki hin venjulegu tæki og tól almennra samskipta (65-90% af skilningi samtals á sér stað með ómæltri hegðun (hreyfingum & nálægð)).

Nú þegar kemur að líkamlegum söknuð, þá vandast málin örlítið.

Líkamleg snerting er gífurlega stór þáttur í því að koma tilfinningum okkar og hrifningu í garðs hvors annars til skila. Þegar við erum án hennar í lengri tíma finnst okkur oft eins og það byrji að myndast bil á milli okkar; eitthvað sem okkur finnst ekkert geta fyllt upp í nema líkamleg/kynferðisleg athöfn.

Pör hafa hinsvegar fundið upp ýmsar leiðir til þess að minnka þetta svokallaða bil, og byggist sú aðferð að mestu á ímyndunaraflinu.

Ímyndunaraflið er með því sterkara hugarafli sem við höfum uppá að bjóða. Með því getum við skapað nánast hvað sem er og látið það verða að veruleika í huga okkar.

Sem dæmi um aðferð til þess að minnka líkamlegan söknuð er þessi:

Byrjið á því að setja upp Skype + vefmyndavél. Komið vefmyndavélinni vel fyrir þannig að hún sjái vel yfir nálægan hægindastól/sófa og passið að lýsingin sé nægileg (kertaljós væri nátturulega helsti kosturinn, en því miður á kertaljós til með að veita ekki nægilega birtu). Tengið borðmíkrafón við tölvuna sem og hátalara. Þegar báðir aðilar hafa komið þessu á lagnirnar er ekkert til fyrirstöðu annað en ímyndunaraflið sjálft.

Svona til þess að koma ykkur á stað þá mæli ég með því að þið byrjið fullklædd. Byrjið á spjalli og rómantísku tali hvort til annars en færið ykkur svo yfir í smá klúrara tal. Útfrá þessu getið þið byrjað að „strippa“ fyrir hvort annað og svo endað þetta með því að þið fróið ykkur saman í beinni og látið stunur hvors annað keyra ykkur upp að fullnægingu. Ef framkvæmt rétt með nægilega góðum tæknibúnað og með því að láta feimni og vanlíðan tengdum líkama sínum lönd og leið, þá ætti þessi aðferð að geta veitt ykkur talsvert nána tilfinningu sem og kynferðislega/líkamlega ánægju sem þið eigið eftir að tengja við hvort annað í þessum aðstæðum. Að vísu verður kúrið ekkert eftirá sem mun án efa kalla á smá leiða - en þrátt fyrir það munu þið samt hafa upplifað kynlíf saman að vissu marki.

Ef þið teljið ykkur ílla sett í dag skulu þið alltaf minnast Íslendingana sem fóru frá ættingjum, elskendum og vinum til Bandaríkjanna hér áður fyrr með fátt annað til að hafa samband en bréfaskriftir á jafnvel margra mánaða fresti!

Félagsskapur & stöðugleiki

Hinn daglegi félasskapur sem fólk hefur af maka sínum er stór þáttur í samskiptum kynjanna. Fólk fer að treysta á nálægð maka síns í daglegu atferli sem og hans inngripi í hinum ýmsum aðstæðum. Þetta gerir það að verkum að þegar sagt er að makar séu nánast „beintengdir“ er ekki svo fjarri raunveruleikanum.

Þegar þessi félagsskapur & stöðugleiki hverfur finnst fólki það oft vera svo gífurlega „eitt á báti“. Því fer að líða ílla og finnst það nakið gagnvart alheiminum.

Það sem hefur reynst fólki allra best í þessum aðstæðum er að umkringja sig fjölskyldu og/eða vinum. Að hafa einhvern bæði til þess að dreifa huganum sem og deila hugsunum með getur gert kraftaverk í það að koma upp á móti þess söknuðar & einmanaleika sem fjarlægð elskhuga hefur í för með sér.

Traust

Það síðasta sem ég tek fyrir í þessari grein er það traust sem fólk þarf að bera í brjósti til hvors annars til þess að lifa fjarsambönd af.

Varðandi þetta hef ég fátt annað að segja en:

„Vertu viss um það að sú manneskja sem þú treystir hjarta þínu fyrir sé virkilega þess trausts virði!“

Þetta á við öll sambönd; ekki bara fjarsambönd.

Þegar öllu er á botnin hvolft, þá er það fátt annað sem mun róa hjarta þitt þegar kemur að því að vita hvort að elskhugi þinn sé að vera þér trúr þegar hann er jafnvel mörg þúsund kílómetra í burtu frá þér. Að þekkja innri persónu maka síns skiptir sköpum í samböndum. Aldrei skal fólk ganga í samband eða vera í sambandi þar sem óvissa og/eða vantraust á atferli maka þeirra er til staðar! Það er alveg sama í hvernig aðstæðum maki manns ætti að geta fundið sig; ef þið efist það að hann (makinn) muni verða ykkur trúr í einhverjum þeim aðstæðum sem þið getið ímyndað ykkur, þá er eitthvað að sem þarf virkilega að skoða nánar og vinna í!

——————————————————————————————————————–

Lokaorð

„Aldrei er góð vísa of oft kveðin!“

Þetta sagði móðir mín við mig þegar ég var orðinn þreyttur á heyra sömu gullmolana er drupu af vörum hennar í hvert skipti sem henni fannst ég þurfa að brúka skynsemi mína betur á mínum yngri árum. Þessi fullyrðing hennar hafði sína kosti og galla - en að vísu er þó ein vísa sem allir hafa gott af að heyra, muna og skilja þegar kemur að samskiptum kynjanna.
Sú vísa er þessi:

„Lykillinn að farsælum samskiptum kynjanna er nákvæmlega það: samskipti kynjanna!“

Ef þú og þín/þinn nánasti ræðið vanlíðan ykkar og sorg í sama hvaða aðstæðum sem er og vinnið að lausn á því vandamáli; hvort sem er í fjarsambandi eður ei, þá er hægt að komast yfir nánast hvaða vandamál sem er (og lausn er nánast alltaf hægt að finna ef sambandið situr hæðst í forgangslista manns)!

Ef þið munið að koma fram við maka ykkar af jafn mikilli ást, virðingu, skynsemi og þolinmæði og þið vilduð sjá frá honum, þá eru ykkur allir vegir færir og engin ástæða til annars en að þið verðið saman það sem eftir er!

Og að lokum segi ég til ykkar allra - Fjarsamband mun í flestum tilfellum enda og verða að venjulegu sambandi. Spurningin er oftast sú hvort þið elskið manneskjuna nægilega mikið til þess að vilja bíða.

Kær kveðja,
Fróðleiksmoli