Ég hef verið með kærustu minni í 4 ár og eigum við barn saman.  Hun hefur átt góðan vin fráþví í Menntaskóla.

Ég hef hitt hann og allt í góðu með það en upp á síðkastið hefur hun sagt þegar hun hittir hann liður henni svo vel, öðruvisi en hjá mér.  Hun elski hann sem vin og hann verði aldrei meira en vinur en stundum eftir hitting fær hun ákveðna tilfinningu sem henni virðist vera meira en vinatta.  Þau bua langt fra hvert öðru og hittast mjög sjaldan. Þegar þau hittast er það bara eins og vinir og gera hluti sem vinir gera, aðallega spjalla saman og aldrei hefur komið augnablik hjá henni að eitthvað meira væri að gerast. Hun vill að við kynnumst líka þar sem hann er besti vinur hennar.  Hun s.s. fær þessa tilfiningu sem hun veit ekki hvað taknar en hvort sem við héldum áfram saman eða ekki segir hun að þau mynd samt aldrei byrja saman.

  Hun er bara ekki viss hvað þetta er.  Hun fær góða tilfiningu líka hjá mér en bara öðruvisi.  Þetta er að éta mig að innan, hun hefur ekki leynt þessu fyrir mér,  kom með þetta fram því hun elskar mig.  

    Þetta er þá helst beint til stelpnanna en öllumr er frjálst að leggja eitthvað til málanna ef þeir þekkja eitthvað svipað:

Þekkið þið til einhvers svipað ef þið hafið átt mjög góðan vin, sem þið hafið þekkt mjög lengi en býr í mikilli fjarlægð þegar þið hittist?

————–