Rigningin dundi á malbikinu. Ekki margir voru á ferli í þessu skítaveðri, flestir voru inni að hlýja sér.

Inni í stóru og dýru húsi, eilítið gömlu og máluðu í frekar ljótum gulum lit, var matarboð í gangi. Elskulegur ungur maður, sem var því miður frekar feiminn, átti þar heima, ásamt móður sinni og föður. Foreldrar hans voru þekktir einstaklingar, frægir í landi sínu, en hann virtist ekkert ætla að gera rétt. Jújú, hann hafði náð ágætiseinkunn útúr háskólanámi í sálfræði. Það var bara algerlega fyrir neðan virðingu foreldra hans að eiga son sem var sálfræðingur. Einnig hafði hann ekki enn fundið sér almennilega konu. Móðir hans brást við því með því að setja auglýsingu í stærsta og víðlesnasta blað landsins, og bjóða öllum almennilega ættuðum ungum stúlkum landsins heim til sín í kvöldverð, svo sonurinn geti loks fundið sér almennilega konu.

Þegar allir voru sestir við borðið og voru að fara að gera sig reiðubúna til að borða þessa dýrindismáltíð, hringdi dyrabjallan.

'Hva, ég hélt að allar stúlkurnar væru komnar, hver kemur eiginlega svona seint? Það er henni nú alls ekki til framdráttar!' hugsaði móðirin, áður en hún skundaði fram með bros á vör til að taka á móti gestinum.

Þegar hún opnaði dyrnar fölnaði brosið skyndilega, því fyrir utan stóð stúlka sem var ekki klædd, einsog móðirin kallaði það, sæmilega. Hún var í gallabuxum og pólóbol, rennandi blaut vegna rigningarinnar.

“Get ég nokkuð fengið að hringja hjá þér? Bíllinn minn bilaði hér fyrir utan og síminn minn er með einhverjar fáránlegar rakaskemmdir og algerlega ónothæfur, ég þarf bara aðeins að hringja í bróður minn og biðja hann að sækja mig”, sagði stúlkan.

“Jæja… Gjörðu svo vel, en drífðu þig!” sagði móðirin, en þó henni væri frekar illa við klæðnað stúlkunnar gat hún ekki annað en dáðst að háttalagi hennar, það var eitthvað við þessa stúlku sem heillaði hana.

Stúlkan gekk þá inn fyrir, og vísaði móðirin henni á símann. Þegar stúlkan hinsvegar var við það að fara að hringja heyrðist hár hvellur, og kom svo mikill skellur sem minnti einna helst á jarðskjálfta. Móðirin hljóp að útidyrunum og ætlaði að opna út til að gá hvað hafði gerst, en dyrnar vildu ekki opnast. Hún gekk að næsta glugga, leit út og tók andköf. Risastóra verðlaunatréð, stolt fjölskyldunnar, hafði fallið í óveðrinu, beint fyrir útidyrnar.

“Æjj… Væna mín, ég held það þýði lítið fyrir þig að hringja, síminn er örugglega dauður núna. Símalínan hefur nýlega verið að flækjast í rótunum á trénu, og er örugglega núna komin úr sambandi. Svo eru þetta einu dyrnar á húsinu, þannig að þú verður líklega að bíða hér til morguns. Komdu endilega inní eldhús, það er matarboð í gangi..” sagði hún, og dreif sig þarnæst inní eldhús. Stúlkan horfði ráðþrota á eftir henni, hún hafði enga löngun til að bíða til morguns í þessu húsi, en hún hafði víst um lítið annað að velja. Að lokum gekk hún á eftir frúnni inní eldhús, þarsem hún sá sirka 20 stúlkur, gamlan mann sem var líklega eiginmaður konunnar sem tók á móti henni, konuna sjálfa, og svo fallegan ungan mann sitja við risastórt matarborð að gæða sér á dýrindismáltíð.

“Fáðu þér vænan, það er nóg til”, sagði konan og benti henni að tómum diski og auðu sæti. Stúlkan gekk að auða sætinu, settist varlega niður og fékk sér faglega á diskinn. Allt við hennar stíl við borðið gaf til kynna að þar færi vel upp alin stúlka.

Að loknu borðhaldi settist fólkið inní stofu til að spjalla, þarsem stúlkan talaði frekar mikið.

'Hmh, stúlkan virðist bara nokkuð fín, hvernig ætli syni mínum lítist á hana?' hugsaði móðirin. Hún fór samt að velta fyrir sér hvort stúlkurnar allar væru í alvöru af góðum ættum, og hvernig hún gæti mögulega komist að því hvort svo væri! Að lokum datt henni, að henni fannst, snjallræði í hug! Ef stúlkurnar væri virkilega af góðum ættum, myndu þær örugglega taka eftir því ef rúm þeirra væri óþægilegt! Svo hún ákvað að lauma lítilli, frosinni baun, undir dýnu hverrar stúlku. Þegar allir voru komnir inn til sín að sofa sagði hún manni sínum frá þessari áætlun sinni, sem hann tók, af einhverjum undarlegum ástæðum, frekar illa í.

“ERTU GEÐVEIK KONA?! Hvernig í hinu heitasta helvíti ætti nokkur lifandi mannvera að taka eftir lítilli baun, sama hve miklum þægindum sú manneskja er vön? Ég á ekki til eitt aukatekið orð…” sagði hann, en fór svo að sofa tautandi. Kona hans lét þetta ekkert á sig fá, heldur, eftir stutta ferð á baðherbergið, lagðist niður og steinsofnaði um leið og hausinn snerti koddann.

Morguninn eftir var hún allra fyrst á fætur, vaknaði eldhress og spennt að sjá hvort syninum litist á einhverja þeirra stúlkna sem gist höfðu um nóttina. Ein af annarri tíndust þær fram, og henni til mikilla vonbrigða kom í ljós að allar nema tvær voru vel hvíldar. Ein, sem henni fannst satt best að segja fremur leiðinleg og pirrandi stúlka, kom fram með tjáslulegt hár og greinilega illa sofin, og svo kom stúlkan sem beðið hafði um að fá að hringja kvöldið áður fremur þreytt fram.

“Hvernig sváfuð þið svo stúlkur?” spurði móðirin, og fékk þau svör sem hún bjóst við… Allar sögðust hafa sofið frábærlega, jafnvel þessi leiðinlega með tjáslulega hárið, en svo kom að stúlkunni sem komið hafði seint kvöldið áður að svara.

“Ég vil ekki vera leiðinleg, en ég svaf vægast sagt hræðilega! Þetta var ekki þægilegasta rúm sem ég hef sofið í…”

Móðirin var að sjálfsögðu himinlifandi með að stúlkan segði þetta, þarsem þetta gaf til kynna að þessi stúlka væri hin fullkomna fyrir son sinn. Þegar hann kom fram stuttu síðar, tók hún hann afsíðis og greindi honum frá því að sú stúlka væri sú eina rétta fyrir hann.

“HA? Hún?! En hún er hundleiðinleg! Ég var eiginlega búinn að koma mér fremur vel saman við hana Heru, þessa með tjáslulega hárið, og með heppni gæti hún verið orðin móðir barnabarns þín eftir 9 mánuði”, sagði hann og brosti kaldhæðnislega að móður sinni. Hún gjörsamlega trylltist, gekk fokill inní herbergi sitt og lagðist þar grátandi á rúmið. Stuttu síðar kom maðurinn hennar inn.

“Æji, ekki láta svona!” sagði hann.

“EN EKKI HVAÐ? Hann valdi ekki hina fullkomnu, þessa vel ættuðu, og skemmtilegu! Svo fékk ég að vita að eina ástæðan fyrir að þessi tjáslulega hafi verið þreytt var að í nótt var hún of upptekin við að hömpast á syni okkar til að sofa! HEF ÉG EKKI RÉTT TIL AÐ VERA Í FÝLU?!”

“Æji, þegiðu. Veistu hvað ég gerði í gærkvöldi? Skellti einni baun undir dýnuna hjá þér. Samt svafstu einsog steinn! Hver er þín útskýring á því?”

Skemmst er frá því að segja að hann rétt gat forðað sér á hlaupum útúr herberginu áður en konan hans náði til hans, hann skellti dyrunum beint á hana svo hún hljóp á hana og steinrotaðist.


Fór því svo að stúlkan sem ætlaði að hringja komst í burtu án giftingar, bara til þess að láta lífið í skotbardaga á strippbúllu þremur árum síðar.

Ungi maðurinn eignaðist barn með þeirri tjáslulegu 9 mánuðum síðar, eftir að hafa gifst henni 3 mánuðum áður. Eyddi hún öllum hans peningum og hélt framhjá honum með alls 23 mönnum, áður en hann kom heim einn daginn þarsem hún hafði lagst með leigubílstjóra, skaut leigubílstjórann, konuna, krakkann og að lokum sjálfan sig.

Móðir mannsins vaknaði úr rotinu 3 tímum síðar, gekk berserksgang inni í herberginu áður en hún fleygði sér á gluggann og lést eftir fall frá þriðju hæð og niður á hart malbikið.

Maður hennar gat þá loksins gift sig aftur, en ein stúlkan hafði einmitt sýnt sérstaklegan áhuga á honum og lifðu þau hamingjusöm til æviloka.

Fyrir utan þegar ekið var á hundinn þeirra.

Endir.