So you think you can dance Þá er komið að aðal sumar raunveruleikanum að mínu mati. Hvort sem að þú hefur mikinn áhuga eða bara engan þá held ég fyrir víst að allir geti fest sig inni í þessum þáttum. Líkt og í American Idol þá eru prufur í fáeinum borgum þar sem að mis miklir hæfileikar eru hjá keppendum (fyrstu þættirnir eru þeir lang fyndnustu, sérstaklega ef að keppandi sem fer undir nafninu “Sex” kemur og reynir fyrir sér).

Keppendur þurfa svo (eftir að topp 20 er komið í ljós) að dansa með félaga mismunandi tegundir af dönsum í hverri viku, hvort sem það er hip hop, crump, ballroom eða bara hvað sem er. Í hverri viku er síðan þurfa botn 6 (3 strákar og 3 stelpur) að “dance to the rescue” en þá er verið að tala um að keppendur dansa í X langann tíma hvað sem að þeim dettur í hug (freestyle).

Þættirnir hefjast á Stöð 2 núna á mánudaginn (23.6) en þættirnir eru komnir eitthvað örlítið lengra úti þannig að ef þið viljið halda spennu hérna heima þá skulið þið fara varlega að kíkja á netinu eftir þáttunum.
Sjálfur þá hef ég nákvæmlega ekkert vit á dansi en þetta er þáttur sem að ég vill helst ekki missa af ;)