Ég beið ótrúlega spenntur eftir nýjasta æðiðinu á Íslandi en það átti að vera raunveruleikaþátturinn X-Factor. Auðvitað er þetta ekki íslenskt heldur er þetta byggt upp á sömu þáttum í Bretlandi.
Þátturinn er næstum allveg eins og idol-stjörnuleit, semsagt söngvakeppni nema það er engin aldurstakmörk… en þetta er ekki það sem ég ætla að hrauna yfir. Ég ætla hrauna yfir ógeðis dómarann Ellý í Q4.
Ég þori allveg að viðurkenna það að þegar ég sá auglýst að þessi þáttur átti að byrja á Íslandi hafði ég ekki hugmynd hver Ellý var. Ég var ekkert að pæla í því fyrr en kannski svona viku áður en þátturinn fór í loftið. Fattaði að hún var í svona ,,dirty” pönk/rokk hljómsveit þá hugsaði ég ,,Fokk já, loksins fáum við einhvern sem þorir að hrauna yfir lélegur aumingana sem koma og halda að þau geti sungið.” En því miður var þetta ekki svona… Ég get ekki lengur horft á þessa þætti, hún er gjörsamlega búin að eyðileggja fyrir mér X-Factor kvöldin.
Tökum eitt dæmi:
-Maður kemur hinn og syngur eitthvað lag allveg hörmulega þá segir dómnefndin:
Páll Óskar: Þetta var ekki að gera sig… vantar meiri röddun… þetta var eins og… þetta var ekki sem kemur þér langt í svona keppni… (kemur með ástæðu, gáfulegt komment)
Einar Bárða: Kemur oft með einhvern brandara… Líkir þessu við eitthvað sérstakt.. segir hvað einstaklingurinn þarf að laga….
Ellý í fokking Q4: Þetta var ekki gott.

Þú ert dómari í þessari keppni og þú átt líka að ráðleggja fólki hvað það á að gera… Þú átt að segja hvað þér finnst og segja AFHVERJU þér finnist þetta svona gott eða lélegt. Taktu Pál og Einar til FYRIRMYNDAR og reyndu að vera sjálfstæð. Ef það væri hægt að kaupa sér orðaforða útí búð þá mundi ég stofna sjóð svo landsmenn gætu safnað saman pening handa þér. Svo er hún SKELFILEGUR söngvari. Pabbi minn getur sungið betur og hann er falskari en allt sem getur tjáð sig (fyrir utan Ellý, náttúrulega).
(svo muni hún ekki vinna Ungfrú Ísland, það er allveg á hreinu)

Ath. Ég tók ekki þátt í þessari keppni og þekki engann sem tók þátt í henni. Ykkur er velkomið til þess að hrauna yfir mig. Þetta var bara mitt álit á þessari “beyg**!