LOS OLVIDADOS - Listen to This!
Gefið út árið 2002 af Alternative Tentacles
Tekið upp á árunum 1980-1983

1. Listen to You
2. Something New
3. So Dull (mp3)
4. Bang Bang You're Dead (mp3)
5. Assassin Of Youth
6. Don't Cry
7. Goin' Down
8. Pay Salvation (mp3)
9. Personal Genocide
10. Home Is Where The Heart Is
11. Their Eyes
12. Death Trap
13. Give Me Liberty Or Gimmie A Gun


-

Listen to This! með LOS OLVIDADOS er önnur platan í Skate Rock seríu Alternative Tentacles (plötuútgáfa Jello Biafra fyrrum söngvara Dead Kennedys). Þessar plötur innihalda safn upptaka frá skate-pönk böndum Kaliforníu í upphafi 9. áratugarins.

Skate pönkið á þessum tíma kom útfrá hardcore pönki en þó voru ekki öll böndin sem spiluðu jafn hratt og af jafn mikilli hörku. LOS OLVIDADOS var eitt af þeim böndum sem tóku að sér hljóm skate pönksins en virtust horfa meira til banda á borð við DEAD BOYS og THE MISFITS heldur en BLACK FLAG þegar það kom að lagasmíðum.

Þessi blanda er það sem heillar mig við upptökur LOS OLVIDADOS. Melódíurnar eru hannaðar til þess að fólk grípi í brettið sitt og tæti upp malbik en jafnframt eru þær þunglyndislegar og hálf drungalegar. Þegar maður heyrir í söngvaranum sér maður hann fyrir sér að engjast um á gólfinu að reyna að losa út allt sem angrar hann en hann skilur ekki hvað er.

Ég hef lengi verið heillaður af skate böndum þessa tíma. Böndum eins og T.S.O.L., BAD RELIGION, J.F.A. og THE FACTION. Samt sem áður eru það LOS OLVIDADOS sem standa þar lang fremstir. Þunglamaleg lög sem eru dregin áfram með unglegum krafti. Þessi blanda skapar sprengingu sem gerði þá fyrir mér, eitt af Betri böndum 9. áratugarins.
Paradísarborgarplötur