Backstreet´s back! Mig langar svolítið að tala um hljómsveit sem að hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér, Backstreet Boys.

Þegar ég var 13 ára smápæja byrjaði ég að hlusta á ýmsar boy band hljómsveitir sem þá voru mjög vinsælar og þótti mér einmitt Backstreet Boys vera ein af þeim bestu.
En því miður er stór hópur af fólki (allavega þeir sem voru með mér í skóla) sem fundust svona boy band hljómsveitir vera ekkert nema leiðinlegt, væmið garg og það var gert mikið grín að mér á tímabili fyrir að hlusta á þessa tónlist. Þess vegna hef ég alltaf farið svolítið í felur með áhuga minn á þessari hljómsveit og á tímabili hætti ég alveg að hlusta á hana.

Síðast gáfu þeir út plötu árið 2001 og auðvitað skellti ég mér út í búð til að ná mér í eintak. Sú plata hét Chapter One og er svona best of plata. Reyndar fannst mér persónulega sá diskur ekkert sérstakur því að mörg af mínum uppáhaldslögum eru ekki þau sem hafa verið spiluð í mikið útvarpi. En þessi diskur innihélt eitt nýtt lag með þeim sé heitir Drowning og finnst mér það vera mjög fallegt lag.

Núna hinsvegar er farið að hljóma nýtt lag frá þeim sem heitir Incomplete. Ég var búin að bíða lengi eftir því lagi, enda er ég skráð inná allar helstu BSB fan síðurnar sem fyrirfinnast á netinu og heyri reglulega fréttir af drengjunum mínum.
Incomplete er mjög rólegt og fallegt lag, það er kannski ekkert rosalega grípandi í fyrstu en við hörðustu aðdáendur eigum auðvitað ekki í vandræðum með læra öll lög þeirra utanbókar. Það heyrist vel á laginu að stíl þeirra hefur þróast. Það verður nú spennandi að heyra meira að nýju lögunum þeirra!

Núna bíð ég bara spennt eftir nýja disknum þeirra. Fréttir segja að hann eigi að bera nafnið Never Gone og eigi að koma út, allavega í Bandaríkjunum þann 14. júní.

Nú í lok þessarar greinar langar mig að spyrja… eru einhverjir fleiri BSB-aðdáendur í felum þarna úti?
muhahahahaaaa