Mér datt í hug að skrifa smá grein um uppáhalds hljómsveitina mína sem er boybandið Blue ég vil láta vita að ég nota mér til stuðnings texta sem er á síðuni þeirra en hann er á ensku svo ég er ekki að gera copy/paste.

Í byrjun maí árið 2001 kom Blue fyrst fram í sviðsljósið þeir gáfu fljótlega út fyrsta lagið og fljótlega voru komnar úr nokkrar smáskífur og einn diskur, All rise(sem er alveg frábær diskur)
en hún seldist í 1,2 miljónum eintökum og hún lenti í fyrsta sæti eftir að hafa verið 23 vikur á breska listanum. Plötuni var mikið hrósað af gagngrýnendum og sögðu þeir plötuna vera vel unna og þroskað verk. Blue endaði svo 2001 með stæl með mörgum verðlaunum s.s. bestu nýliðarnir af ýmsum fjölmiðlum og jafnvel besta bandið! Og svona hélt þetta áfram.Í mars 2002, vann blue þrjú verðlaun á Capital FM Awards: Basta lagið fyrir lagið “If you come back”, bestu nýliðarnir og bestu pop listamennirnir. Þeir gáfu einnig út fjórða lagið “Fly By II” sem endaði nr 1 í listanum “official airplay cart”. Í Október 2002 kom út annar diskurinn sem heitir One Love.One Love er blanda af Classic r’n’b/popp lögum, Söngskáldin og framleiðundirnir eru einir af þeim bestu í heiminu, og text að láta strákana nota röddina öðruvísi en þeir hafa áður gert. Á henni er líka lag sem þeir taka með Elton John, Sorry seams to be the hardest word, sem flestir hafa eflaust heyrt. Á þessum tíma voru strákarnir orðnir nokkuð vinsælir og voru orðnir þekktir í Nýja Sjálandi, Ástralíu, Belgíu, Svíþjóð, Noregi, Danmörk, Hong Kong, Malasíu, Tailandi og Írlandi. Árið 2003 kom þriðji diskurinn út og heitir hann Giulty,eftir lagi sem Duncan James,einn meðlimur bandsins, samdi um kærustunua sína Anyu Lahari(núna eru þau hætt saman). Að mínu mati er Giulty besti diskurinn því hann er langtu fjörugastur. Á honum er lag sem strákarnir tókum með Stevie Wonder og Angie Stone. Núna í sumar gáfu þeir út myndband við Bubblin sem er nokkuð skemmtilegt en ég vona að bráðum verði farið að sýna það á Popp tíví.

Seinna á þessu ári eða næsta kemur út nýr diskur og ég veit um eitt lag sem verður á disknum sem Duncan samdi og það heitir I belive my heart.

Meðlimir:
Duncan James er 25 ára með ljóst hár og rosalega fallegur, Simon Webbe er líka 25 er svartur. Antony Costa er af grískum ættum(Duncan á að vísu Ítalskan pabba), er 22 ára með svart hár og bogið nef ;)
Lee Ryan er yngstur, 19 ára og röddin í honum er eins og hann hafi sleppt mútum =0)

Takk fyrir og afsakið vonda stafsetningu =0/
Voulez-vous coucher avec moi, ce soir?