Hæhæ,

Ég var að skoða þessa grein og fór að spá í afhverju það er boðið uppá takka til að senda inn nýja grein þegar maður er að lesa grein.

Það er frekar ólíklegt að einhver - eftir að hafa lesið grein - vilji endilega skrifa nýja grein. Jafnvel ef svo er þá er lítið mál fyrir viðkomandi að fara annaðhvort í greinayfirlit eða smella á ákveðið áhugamál og smella þar á “senda inn grein”.

Já, þetta er smámunasemi en ég meina, margt smátt gerir eitt stórt. Svo getur vel verið að þetta sé af vilja gert til að reyna að lokka fólk til að skrifa greinar. En eins og ég hef áður sagt þá tel ég að ef einhver ákveði að skrifa grein þá geri hann það ekki út frá annarri grein. Korkarnir eru meira fyrir þannig lagað.