Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Richard Harris 1930-2002

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Frábær leikari sem verður sárt saknað. R.I.P.

Re: Insomnia

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Búinn að sjá þessa og varð fyrir smá vonbrigðum því miður. Mér fannst Al Pacino ekkert spes (svoldið svipaður karakter og hann lék í Heat) en Robin Williams er sá sem heldur myndinni uppi með snilldarleik. Hann er ekki þessi yfirgengilegi klikkhaus heldur svona rólegur yfirvegaður maður sem sýður af geðveiki. Klippingin er svoldið svipuð og í Memento(þeas mikið af flashbackum og óþægilegum hljóðum). Hinsvegar er atriðið í þokunni eitt svakalegasta spennuatriði sem ég hef séð allveg...

Re: Næsta mynd M. Night Shymalan

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Fyrir þá sem vita ekki þá er Ouija board það sama og andaglas.

Re: Næsta mynd M. Night Shymalan

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
LOL :) Það hlaut að vera því TBC hljómar fáránlega sem titill á kvikmynd. Þá hlýtur hún að eiga heita Tempus Fugit. Veit einhver hvað það þýðir?

Re: Minority Report

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Minority Report eftir Philip K. Dick er smásaga en ekki bók. Philip þessi hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér eftir að ég las bókina Ubik eftir hann hún er gargandi snilld. Ég er um þessar mundir að lesa aðra bók eftir hann sem heitir The Man In the High Castle og fjallar hún um Bandaríkin ef Þjóðverjar og Japanir hefðu unnið stríðið, mjög skemmtilegar pælingar í henni. Þannig að ég mæli með því að fólk tjekki á verkum eftir Dick- hann er svoddan snillingur.

Re: Tom Cruise er þrjóskur

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
“langmestan meirihluta” LOL :) Tom Cruise fékk að gera öll stuntin í M:I-2 af því hann var framleiðandi hennar og réð öllu. Hann er hinsvegar ekki framleiðandi Minority Report og þess vegna verður hann að halda kjafti þegar peningamennirnir segja honum að hætta þessum stælum og láta fagmennina um þetta. Þeir hafa ekki efni á því að láta hann slasast. Ég veit ekki hvað það er en mér finnst Tom Cruise virka oft sem svolítill hrokagikkur.

Re: Mel Gibson langar ekki að vera leikari lengur!

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Það fer allveg einstaklega í taugarnar á mér þegar leikarar tala um að þeir vilja hætta og standa svo ekki við það. Ég veit ekkert um það hvort Mel ætli að standa við það eða ekki en mér finnst að leikarar eiga ekkert að vera að koma með svona statement ef þeir ætla ekki að standa við það. Frekar að hætta bara og tala þá um það, ég vil meina að þetta sé sniðugt bragð til að fá betri handrit send til sín eða jafnvel bara til að halda sér í sviðsljósinu. Michael Caine ætlaði að hætta fyrir...

Re: Bruce Willis talar við látinn bróður sinn

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Bruce Willis er greinilega með B.S. í BS :o

Re: David Fincher með nýja mynd, Stay.

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ég held samt að hann ætli að gera myndina Fertig með Brad Pitt fyrst. Hún fjallar um mann sem leiðir hóp af skæruliðum í bardaga við Japana á eyju í kyrrahafinu í seinni heimsstyrjöldinni. Það er reyndar fáránlegt hvað David kallinn er búinn að segjast ætla gera margar myndir. Það er heill listi t.d. Randevouz with Rama,Squids,Black Dahlia,Passengers,Seared. Til að fylgjast með nýjustu fréttum af David Fincher mæli ég með því að fólk tjekki á annaðhvort davidfincher.net eða...

Re: Nánari upplýsingar um Matrix 2

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ég heyrði líka það að þeir væru að taka upp byssuatriði í zero-gravity hjá NASA. Það á víst að vera frekar magnað atriði. Síðan verður mikið um það að Neo sé að fljúga í myndinni.

Re: Nothing To Lose (spoilers)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Brilliant grínmynd, með þeim betri sem hafa komið út úr Hollywood. Alltaf gaman að kíkja á þessa einstaka sinnum.

Re: Tónlist í kvikmyndum : fyrsti hluti

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Mínir uppáhalds eru: 1. Howard Shore(Silence of the lambs, Se7en, Lord of the rings myndirnar) 2: Danny Elfman (flest allar myndir Tim Burtons, Spiderman) 3. Clint Mansel (Pí og Requiem For A Dream) 4. Elliot Goldenthal(Alien myndirnar, Heat) 5. Angelo Badalamenti(flestar myndir David Lynch t.d. Wild at Heart, Lost Highway, Mulholland Drive) p.s. mjög fín grein

Re: Akira - 1988

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Ég veit að Ghost in the shell og Akira eru til í Laugarásvideo, veit ekki með Bebop.

Re: Akira - 1988

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Þessi ásamt Ghost In The Shell eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Það er víst verið að vinna að live-action Akiramynd, trúlegast í leikstjórn Stephen Norrington(Blade, League of extraordinary gentlemen). Það gæti orðið fáránlega svöl mynd ef andi teiknimyndarinnar skilar sér.

Re: Trailerar eru spoilerar!!!

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Trailerar eiga ekki að vera í réttri tímaröð eða sýna mikilvæg atriði þá eiga þeir allveg að virka. Þeir eiga bara að gefa manni nasaþef af mynd ekki beinagrindina. Maður finnur oft fílið í mynd út frá trailer. t.d. sýndist mér á Underworld trailernum að það verður mikið af Matrix rippoff stælum og fíl í henni og það er bara gott að vita það strax án þess þó að vita eitthvað plottið í henni( ef það er eitthvað plott í henni það er að segja.) Hinsvegar eru trailerar sem eru lengri en 3...

Re: Versus(2000)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Hef heyrt mikið um þessa mynd. Verð að fara að kíkja á þessa, ég held að hún sé til á DVD í Laugarásvideo. Framan á stendur bara Vs ekki Versus held ég.

Re: Quentin Tarantino

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 5 mánuðum
voðalegar klaufavillur eru þetta hjá mér, hann er sem sagt Á MÓTI ofbeldi og eiturlyfjum þrátt fyrir að hann noti það mikið í myndum sínum. Maður var smá að flýta sér þarna.

Re: Quentin Tarantino

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 5 mánuðum
úps ég biðst forláts þetta átti að sjálfsögðu að vera 7 óskarstilnefningar en ekki óskarar. Forrest Gump hirti allt þetta árið víst. Það var á MTV verðlauna hátíðinni sem Quentin sagðist hafa farið á hana til þess að vinna loks Forrest Gump og Roger Avary sagði “I have to go pee”, frekar fyndið.

Re: Below(2002)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 5 mánuðum
lol hefði kannski betur átt að segja besta “nýlega” myndin hans Charlie Sheen. Að sjálfsögðu er Platoon miklu betri. Hann hefur bara ekki verið að gera nógu góða hluti nýlega. Gullaldarárin hans voru í kringum Platoon og Wallstreet.

Re: Leikararnir bakvið Friends.

í Gamanþættir fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Fín grein. Gaman að sjá loksins aftur hérna fólk sem nennir að leggja smá vinnu í greinarnar. Mætti sjá meira af svona greinum hérna.

Re: Splatter og viðbjóður

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ég veit ekki afhverju en mér finnst þessar “shock” myndir ekkert spes. Oftast fylgja gróusögur þessum myndum sem oftast er bull, t.d. að þetta sé alvöru eða að einhver dó eða blabla. Cannibal Holocaust fannst mér til dæmis hundleiðinleg. Frekar er ég til í að horfa á splatter myndir eftir Peter Jackson eða zombie myndir Romero. Þessar “gerum eins ógeðslega mynd og við getum”-myndir missa oftast marks vegna þess að efnið er ekki einu sinni lílillega áhugavert. Þetta eru bara lengdar...

Re: Robert Rodriguez og Once Upon A Time In Mexico

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Reyndar hafði Clooney leikið áður í einhverjum B-myndum eins og Attack Of The Killer Tomatos og svoleiðis en FDTD var fyrsta svona stóra myndin hans til að hafa þetta rétt.

Re: Charles Bronson

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Hann var einn af fyrstu hasarhetjunum og mikill harðhaus. Hann var fínn í Death Wish og í þessu litla hlutverki í The Indian Runner(sem er vanmetin mynd). R.I.P

Re: The Thin Red Line

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Alltof löng en hefði getað orðið instant klassík, reyndar var ótrúlegt leikaralið í þessari og bestur fannst mér Nick Nolte.

Re: Önnur kenning um Matrix: Revolutions

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 6 mánuðum
greinin er ágæt svosem, svoldið súr en samt fín, en það er ekki gott mál ef fólk er að senda inn c/p greinar í leyfisleysi. Hélt að fólk væri hætt þessari vitleysu.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok