Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Að fá mikið fyrir lítið (39 álit)

í Bílar fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Í óbeinu framhaldi af umræðu hér um bíla sem vantar á götur hérlendis, langaði mig til að velta fyrir mér hve flotta og framandi bíla er hægt að fá fyrir tiltölulega hóflegan pening. Ef maður er tilbúinn til að skoða eldri bíla er oft hægt að finna ótrúlega veglega bíla á jafnvel verði nýs smábíls. Til samanburðar er gaman að nefna til tvo nýja bíla sem maður sér ósjaldan á götunni og flestir myndu telja til fínni bíla. Annars vegar BMW 316i, prýðisbíll, en hljómar frekar snauður með sín 115...

Fjárhagur HÍ og hugbúnaðarkostnaður (11 álit)

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Stúdentar við Háskóla Íslands fengu nýlega tilkynningu í tölvupósti frá Þórði Kristinssyni, framkvæmdastjóra akademískrar stjórnsýslu við skólann. Í tilkynningunni kemur fram, að þrátt fyrir að nemendur á skólaárinu 2003-2004 séu áætlaðir um 5750, hafi skólinn fengið fjárveitingar sem miðist við 5200 nemendur. Í framhaldi segir í bréfinu, að grípa þurfi til aðhaldsaðgerða við skólann. Í ljósi þessara erfiðleika langar mig til að leggja fram vangaveltur um einn kostnaðarþátt skóla og nemenda;...

Jólabjórinn 2003 (41 álit)

í Matargerð fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Það er alltaf spennandi að fá nýjar bjórgerðir til að smakka, enda allt of lítið um spennandi nýliðun í úrvali ÁTVR. Jólabjórarnir eru því velkomnir gestir, jafnvel fyrir einhvern eins og mig, sem er ekkert spenntur fyrir jólastússi. Frá því að þessir bjórar komu í sölu 20. nóvember hef ég náð að smakka þá nánast alla og því tilvalið að taka hvern og einn fyrir í grein og gefa þeim einkunn. Byrjum á þeim íslensku og vindum okkur svo yfir í þá dönsku, en ekki er boðið upp á jólabjóra frá...

Áfengir gosdrykkir (8 álit)

í Matargerð fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Einu sinni kallaði fólk þetta ávaxtabjór, en vonandi eru flestir farnir að skilja muninn á bjór og gosdrykk með áfengi. En það er einmitt það sem margir sækja helst í þegar kemur að áfengum drykkjum. Ég verð að játa lítinn skilning minn í þessum efnum, mér finnst þetta vera eins og gosdrykkur og lítið gaman að drekka þetta, en höfuðmálið er að þetta eru rándýrir drykkir. Tökum hinn vinsæla Bacardi Breezer sem dæmi. Flöskurnar eru einungis 275ml en kosta heilar 289 krónur. Það gerir 1051...

G5 leiðangurinn minn (35 álit)

í Apple fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Sá auglýsinguna í Mogganum fyrir G5 og varð að kíkja á græjuna. Ég veit nú mest lítið um Mac en rata eitthvað um pésana þannig að ég ætti að vera tilvalið fórnarlamb fyrir trúboð, en kannski var ég of námsmannalegur til að sölumaðurinn hefði áhuga. Kannski móðgaði ég hann þegar ég benti á að topp G5 vélin þyrfti mun betra skjákort en FX52000… En lítum á málin svona; Ég kaupi mér tölvu fyrir 400.000 krónur. Vil ég þurfa að borga aukalega fyrir nýtt skjákort og að auki heyra að verslunin tekur...

Nautasteik - því hún er ódýrari? (7 álit)

í Matargerð fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ég var orðinn nokkuð þreyttur á úrvali verslana í nágrenninu þar sem ég bý. En þar sem margir sem ég þekki hafa hrósað Melabúðinni ákvað ég að koma við þar á leið heim úr skólanum og sjá hvort hún væri betri en það sem ég hef fengist að venjast að undanförnu. Ég verð að viðurkenna að stór ástæða fyrir nýjungagirni minni var sú að góðkunningi minn hafði sagt að þarna fengist góð ribeye steik og á góðu verði. Grillveður var til staðar, konan í kvöldvinnunni og ég með þetta fína grill sem...

Vanmetnasti drykkurinn (7 álit)

í Matargerð fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Það hnussaði í pabba mínum þegar ég mætti í lambalærisdinner hjá honum og konu hans í kvöld. Ástæðan var að hann bauð mér rauðvín með matnum og ég svaraði að bragði “æ, ég hefði bara átt að koma með pilsner með mér.” Þetta þótti nú ekki merkilegur drykkur og þurfti fátæki námsmaðurinn sem hafði ekið milli bæjarfélaga í von um frítt fóður að velja á milli rauðvíns og tilheyrandi veseni með heimför og bifreiðir eða sykurvatns að nafni Sinalco. Auðvitað var vatn í boði, en þar sem mér þykir...

Bílablöð í áskrift (34 álit)

í Bílar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Þar sem ég var að ganga frá áskrift á Thoroughbred & Classic Cars Magazine á vefnum áðan langaði mig til að benda á hvað áskrift er góður kostur. Ég var þegar áskrifandi að Evo Magazine sem kostaði mig 48,20 bresk pund á ári, eða u.þ.b. 6000 krónur á ári fyrir 12 blöð. Það þarf engan snilling til að sjá að ég greiði um 500 krónur á hvert blað. Síðast þegar ég vissi kostaði Evo 1365 krónur úti í Eymundsson, eða 16380 krónur á ári. Classic Cars áskriftin kostar enn minna eða 39,35 ensk pund,...

Þú gætir verið með bíladellu ef... (70 álit)

í Bílar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Bíladella er skrítinn og skemmtilegur hlutur. Hér er smá listi sem mér flaug í hug yfir nokkur atriði sem benda til þess að sá sem þau eiga við hafi kannski… ehemm, vott af bíladellu. Í takt við tímana er þetta að sjálfsögðu í topp 11 formi og byrjað á botninum: 11. Þú upphefur samræður við bláókunnugan BMW eiganda með orðunum “Eru þetta AC Schnitzer felgur?” 10. Þú slekkur reglulega á græjunum til að hlusta á vélarhljóðið. 9. Þú getur ekki komið inn í Heklu án þess að setjast upp í næsta VW...

GT Uppruni Lamborghini (20 álit)

í Bílar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Sagan um hvernig það gerðist að Ferruccio Lamborghini fór út í sportbílabransan er líkast til goðsögn, en engu að síður góð saga. Hún hefur heyrst í ófáum útgáfum og líklega eru þær allar a.m.k. að hluta til skáldskapur. Útgáfan sem er að finna á www.timpelen.com er því örugglega hvorki meiri né minni fiskisaga en hver önnur, ég sel hana þó ekki dýrari en ég keypti: "…[Ferruccio Lamborghini] bought and drove several top-end sports cars and was generally satisfied with them, especially so...

Ég sakna... (63 álit)

í Bílar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég er ábyggilega ekki einn um að hugsa aftur í tímann og rifja upp hvað sumt var betra einu sinni. Jafnvel ekki endilegra betra, en sú staðreynd að sumir hlutir renna sitt skeið gerir heiminn einhvernveginn litlausari. Fæst er nú grafið og gleymt þótt það sé ekki stundað eða framleitt lengur, en að það tilheyri fortíðinni getur verið sorglegt. Einhvern vegin byrjaði að koma upp í huga mér listi yfir tíu hluti sem ég sakna. Það er í raun engin regla á honum, þarna geta verið bíltegundir...

Heimsendir 2003 (28 álit)

í Rokk fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Hér er listi yfir 12 hluti sem er mjög ólíklegt að gerist árið 2003 í rokkbransanum. Það má í það minnsta vona að þetta sé engin Völvuspá! *** Topp 12 hlutir sem myndu gera árið 2003 versta rokkár sögunnar *** 12. Ánægð með viðtökur á live útgáfu sinni af lagi SOAD Chop Suey ákveður Avril Levigne að gera live plötu - einungis með lögum SOAD. Tveim vikum eftir útgáfuna deyr Avril, ásamt hljóðfæraleikurum og þremur ónafngreindum sk8erboyz, þegar Aðskilnaðarhreyfing Albana í Kosovo sprengir upp...

Markmiðin mín (89 álit)

í Bílar fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Það eru margir heppilegri tímar til að fá alvarlegt bíladellukast en einmitt yfir prófin. En það er nú svona með bíladelluna að hún kemur ekki alltaf heim og saman við það sem hentar manni. Þannig eru til dæmis bílarnir sem ég er upptekinn við að vega og meta í augnablikinu ekki beinlínis á verðbili sem passar fjárhag mínum. Hvað um það, gólfið er hulið bílablöðum og mér líður eins og 8 ára krakka inni í heimsins bestu kúluísbúð að stara á allar bragðtegundirnar. Peningalaus. Það er einmitt...

Hugabíll ársins 2002 (106 álit)

í Bílar fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Þar sem árið fer að líða undir lok er tilvalið að velja bíl ársins 2002 hér á Huga. Öllum gefst hér með tækifæri til að tilnefna bílana sem þeim finnst helst eiga skilið nafnbótina “Hugabíll ársins 2002”. Hugmyndin er ekki að hafa þetta háalvarlegt en nokkrar grunnreglur þurfa þó að vera. Til að bíll komi til greina til tilnefningat þarf hann að uppfylla eftirtalin skilyrði: 1. Einungis nýir bílar koma til greina, þ.e. bíll sem kom fyrst árið 2001 eða fyrr kemur ekki til greina. Undantekning...

As good as it gets? (35 álit)

í Bílar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Satt best að segja hefur maður ósjaldan sagt um einhverja bifreið að hún sé það besta sem komið hefur frá þeim framleiðanda. Þegar kemur að Mercedes Benz grípur mig skyndilega varkárni. Ástæða greinarskrifa þessara er bíll sem hiklaust er einn albesti bíll sem þessi risi bifreiðasögunnar hefur frá sér látið: Mercedes Benz AMG SL55. En hreinlega sá besti? Það eru til góðir bílar og það eru til góðir Benzar, meira að segja ég, enginn sérstakur aðdáandi M-B eða þýskra bíla yfirleitt, er...

Ódýri sportbíllinn snýr aftur (52 álit)

í Bílar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Það veit alltaf á gott að byrja grein á titli sem er í sjálfu sér rangfærsla. Ódýrir sportbílar hafa þrifist vel um árabil í Japan, í formi bíla eins og Suzuki Cappuccino. Einhverjir munu strax rísa upp á afturfæturna og mótmæla því að “púdda” eins og Cappuccino sé kallaður sportbíll, en ég horfi ekki til hestaflatölu heldur hönnunar og eiginleika og skv. því er vasabíllinn frá Suzuki sportbíll. Ástæðan fyrir því að bílar sem þessir hafa átt velgengni að fagna í Japan má rekja til löggjafar...

Sanngjörn fordæming? (45 álit)

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Í dag fordæmdi utanríkisráðuneyti Íslands sprengjuárás Ísraelsmanna á Gazasvæðinu sem átti sér stað þ. 22/7 og var ætluð til þess að ráða af dögum háttsettan liðsmann í Hamassamtökunum. Fordæming þessi ætti varla að koma á óvart m.v. hvernig að árásinni var staðið en ísraelsk F-16 orustuþota varpaði eins tonns sprengju á blokk í þéttbýlu íbúðarhverfi. Í árásinni lést Hamasforinginn Salah Shelade, lífvörður hans og 13 óbreyttir borgarar, þar á meðal mörg börn. Fyrstu yfirlýsingar frá Ariel...

Ys og þys út af Elise (8 álit)

í Bílar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Engin bílaframleiðandi virðist vera uppspretta fyrir jafn miklar vangaveltur og sögusagnir og Lotus. Saga fyrirtækisins hefur alltaf minnt á sápuóperu, sérstaklega hvað varðar sveiflukenndan en því miður oftast brösugan fjárhag. Margir þekkja fyrirtækið einungis vegna aldraðs flaggskips þess, Lotus Esprit, sem er nýkominn úr fegrunaraðgerð og léttu æfingaprógrammi. Væntanlega ætluðu til að lengja líftíma Esprit enn um sinn þótt kappinn virðist hafa haft grátt í vöngum um nokkuð skeið. Esprit...

Renault hittir naglann á höfuðið (23 álit)

í Bílar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Það er ekki fátítt að haldið sé fram að kappakstur bæti bílana sem okkur sauðsvörtum almúganum standa til boða. Það er samt fátt sem er jafn skemmtileg afleiðing kappaksturs og götubílar smíðaðir til að uppfylla reglur um að rall- og kappakstursbílar séu byggðir á raðframleiddum götubílum (e. “homologation rules”). Metnaður Renault til að sanna sig í ralli er ástæðan fyrir því að þeir munu setja á markað nýja útgáfu af Renault Sport Clio 172. Nýja útgáfan mun bera nafnið Clio Cup (þótt...

"Herkænska" íslenskra fjölmiðla (10 álit)

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Áberandi fáfræði íslenskra fjölmiðla á öllu því sem viðkemur hernaði hefur lengi pirrað mig en það má segja að steininn hafi tekið úr þegar ég opnaði DV í dag (helgarblað, 1. júní '02). Á blaðsíðu átta, í dálknum “stuttar fréttir”, er frétt titluð “Fyrsta kven-grænhúfan”. Ég ætla að leyfa mér að láta fréttina fylgja með hér í fullri lengd til að þau atriði sem ég ætla mér að gagnrýna liggi ljós fyrir: “Hún Philippa Tattersall er fyrst kvenna til að komast í hóp Green Berets eða...

Síðasta heimsóknin? - Örsaga (7 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Mig langar til að hafa smá formála áður en fólk les yfir söguna. Þetta er örsaga sem gaus hreinlega upp úr mér í morgun. Þetta er önnur “smásagan” sem ég skrifa, sú fyrsta er á Bílaáhugamálinu og þætti mér vænt um að þið kíktuð á hana og gagnrýnduð ef þessi vakti áhuga. :) Þakkir fá: Icelily sem er var óformlegur ritstjóri sögunnar, las hana yfir og aðstoðaði mig við að fínpúsa hana. Weezer, Maus og sérstaklega hann Biggi í Maus, en smásagan hans Augnskuggadrottningin er á heimasíðu Maus....

Smásaga (45 álit)

í Bílar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ég skrifaði litla smásögu og þar sem hún snýst um bíla fannst mér við hæfi að birta hana hér, bæði til að fá viðbrögð og líka til að krydda aðeins áhugamálið og auka fjölbreytnina. Ég vona bara að fólki finnist þetta skemmtileg tilbreyting, hvað sem líður gæðum sögunnar. Sagan er ótitluð og mig langar til að skila kveðju og þökkum til spjall vina minna sem lásu hana yfir áður en ég birti hana hér. Þið vitið hver þið eruð en RagnaH fær sérstakar þakkir fyrir að leysa úr nokkrum hnútum sem...

Alvöru átak í umferðaröryggi! (41 álit)

í Bílar fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Það er búið að skrifa mikið á Huga undanfarið um umferðarmenningu, öryggi í umferðinni og allt sem því tengist. Margt gott hefur komið fram og eins og alltaf sumt sem er ekki svo gott. Undanfarið hef ég sannfærst æ meira um að hræðsluáróður, “umferðarátök” (almennt bara meiri áróður) og aukin harka í löggæslu gegn hinum almenna ökumanni séu ekki undirstöðuatriði í bættri umferðarmenningu og auknu öryggi í umferðinni. Ég ætla ekki að tíunda hætturnar sem leynast í umferðinni, kostnaðinn við...

Ferrari Daytona (25 álit)

í Bílar fyrir 22 árum
Árið 1973 sá Ferrari sæng sína útbreidda og svipti hulunni af nýju flaggskipi, 365GT4/BB. BB stóð fyrir Berlinetta Boxer sem vísaði til þess að 12 strokka vélin var flöt, eða boxer eins og slíkar vélar eru kallaðar, og lá hún fyrir miðjum bíl. Ferrari hafði tekið seint við sér að smíða bíl með vél fyrir miðju. Reyndar kom Dino fram árið 1968 en var aldrei Ferrari að nafninu til og hafði líka bara V6 vél. Lamborghini hafði ollið fjaðrafoki árið 1966 þegar að þeir kynntu Miura með þverstæða...

Tískuslys áratugarins (42 álit)

í Tíska & útlit fyrir 22 árum
Flestir áratugir eða tímabil hafa haft sín sérkenni. Misgóð að sjálfsögðu og nægir að nefna til 9. áratuginn margþvælda sem var eftirminnilegur fyrir mörg “trademark” einkenni. Hve góð þau öll voru er önnur saga en ég ætla að vona að tískuslys síðustu ára verði ekki eftirminnilegt einkenni á þessum áratug. Og hvaða tískuslys er það? Gallapils! Ég veit ekki hvaða húmoristi var upphafsmaður þeirra, eða þá kannski að endurkomu þeirra (ég er ekki svo tískufróður) en hann hlýtur að hafa verið...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok