Ég var að íhuga fyrir mér, hvort einhver annar á Íslandi hati öll þau símafyrirtæki á Íslandi. Nýlega var sendur póstur á alla sem vorum með netfang hjá Vísir.is. Hann innihélt að núna þarf að greiða mánaðargjald fyrir notkun. Sem er allt í lagi svoleiðis. Það er semsagt Vodefone sem er með þessa "þjónustu". Ég ýtti á að ég vildi halda áfram með netfangið, en ég er ekki með neitt annað hjá vodafone, svo þetta var gert í gegnum heimabanka. Þá kom upp

Þú hefur nú gerst áskrifandi að ************@Visir.is

Pósthólfið mun stækka úr því að vera 30 MB í 2 GB.

Áskriftin hefur verið skráð á kennitölu ********** og mun reikningur berast í heimabanka eða með sama móti og þér berast aðrir reikningar frá Vodafone.

Sem var allt í lagi, þangað til ég fékk aldrei neitt sjáanlegt í heimabanka og giskaði á að þetta hafði verið greitt sjálfkrafa.
Núna er ég ekki á landinu, þá flækist strax málið, ég nota þetta póstfang í skóla og annað. Ég lét manneskju hringja í Vodafone í Rvk. Þá kom upp að þeir þurfa undirskriftina mína.... þá gafst ég algjörlega upp á þessu fólki. Vodafone... Farið að hugsa um einstaklingsþjónustu ykkar, þar sem það gæti alveg eins verið símsvari við vinnu allstaðar hjá ykkur og starfsfólk búðanna geta ekki höndlað svona vandamál. Ég er ekki beint að kenna persónunum um sem vinna hjá Vodafone, en stjórnendur gætu þjálfað starfsfólk sitt betur.