Þeman fyrir næstu keppni er Draumar… bara svo allir séu með það á hreinu.

Venjan hefur verið að það er hent fram hugmyndum að framtíðar keppnum og kosið um þær allar, þetta hefur verið til þess að neðstu keppnirnar eru kannski bara að fá fjögur eða fimm atkvæði.

Höfum við því ákveðið, í tilraun til að auka þátttöku í keppnum, að taka lýðræðið af að einhverju leiti.

Fyrsta skrefið í val á keppni er að á korkum er hent fram hugmyndum að keppnum, stjórnendur velja svo úr c.a sex áhugaverðustu keppnirnar, eða þær keppnir sem þeir telja að muni verða mest spennandi með mestri þátttöku.

Þessar keppnir eru svo settar í atkvæða greiðslu og aðeins 4 eða 5 efstu komast áfram.


hvernig lýst fólki á þessa tilhögun?