Sigurrós - ( ) Mig hefur alltaf langað að skrifa grein um þessa frábæru plötu sem Sigurrós hefur sent frá sér.
Þessi plata var mikið í umræðunum vegna þess að hún hét ekki neitt, textinn var ekki neinn og lögin hétu ekki neitt.

Ég fékk þennan disk gefins fyrir slysni og ég ætlaði aldrei að taka það í mál að hlusta á hann. Þrjóska mín hélt áfram þangað til rétt fyrir jól. Þá ákvað ég að líta snöggvast á þennan disk og sjá hvernig hann væri, en það var eftir að ég var búin að hlusta frekar oft á ‘Ágætis byrjun’.
Ég varð orðlaus, þessi diskur var hrein snilld!
Ég hef hlustað á þennan disk á hverju kvöldi, síðan um jólin. Ég get ekki sofnað án þess að spila hann. Þessi diskur hefur bætt líðan hjá mér oft, og ég verð bara að segja það hreint út, Ég elska þennan disk.

01 - Untitled > Lagið byrjar rólega og er mjög rólegt yfir höfuðið. Manni líður vel við að hlusta á þetta lag, sem og önnur lög á disknum. Það róar mig niður. Eins og í öðrum lögum syngur Jón Þór Birgirsson (Jónsi) á ‘vonlensku’ eins og þeir vilja kalla hana.

02 - Untitled > Þetta lag er aðeins hraðara ef ég get orðað það þannig. Það er samt sem áður rólegt, mjög rólegt. Í uppáhaldi hjá mér, er endirinn á þessu lagi. Ég gæti spilað bara endirinn aftur og aftur.

03 - Untitled > Það er ekkert sungið í þessu lagi. Ef maður spáir voðalega í það, þá er eins og þeir séu að spila ákveðna tónlínu aftur og aftur, en í endann hækkar hún og verður meira áhrifaríkri og skemmtilegri. Lag sem ég elska.

04 - Untitled > Ég hef gefið þessu lagi sjálf nafn, Isæerlow. Þetta lag var lengi lengi lengi í mínu uppáhaldi og ég hlustaði á það aftur og aftur og aftur. Ég kann ‘textann’ utan að, og þetta er lagið sem fékk vinkonu mína til að fíla sigurrós. Hrein snilld. Í endan á þessu lagi eru 35 sekúndur af hljóði, sem markar skiptinu á disknum, fyrstu 4 lögin eru á rólegri kantinum og hin 4 eru hraðari.

05 - Untitled > Sem sagt fyrsta hraða lagið, þetta lag hefur einhvern veginn alltaf bara þotið í gegnum hjá mér. En þegar ég hlusta á það með mikilli einbeitningu er þetta frábært lag. Rétt eins og restin af disknum.

06 - Untitled > Þetta lag er bara frábært. Engar undantekningar á því! Byrjar á hægum trommuslætti og verður alltaf hraðar og hraðar og fleiri hljóðfæri bætast í, og loksins söngurinn. Snilld. Endirinn á þessu lagi er mjög líkur lagi númer 8.

07 - Untitled > Hefur rétt eins og lag númer 5, einhvern veginn þotið fram hjá mér. Þetta lag er samt lengsta lagið á disknum, allavega á þessum sem ég á. Það er frekar lengi að byrja og byrjar mjög rólega, og er yfir heildina mjög rólegt lag (enda öll lögin með Sigurrós frekar róleg). Það endar líka mjög furðulega, hægt og rólegt og svo allt í einu trommusláttur og Jónsi tjáir sig voðalega. Gott lag, mjög gott lag.

08 - Untitled > Þetta lag er mitt uppáhald í augnablikinu. Það byrjar eins og 7 mjög rólega, og er lengi að því. Byrjar ekki almennilega fyrr en 4 mínútur eru liðnar af því. Þá hækkar lagið, en lækkar aftur eiginlega strax. Svona er lagið um það bil og þetta er bara snilld, hrein snilld. Endirinn á þessu lagi getur látið mig flúga. Ef ég loka augunum þá líður mér frábærlega vel og ég bara elska þetta lag.

Í byrjun á lagi 1 og í endann á lagi 8 er eitthvað hljóð, eins og það sé verið að byrja eitthvað (byrja diskinn) og svo enda eitthvað (enda diskinn).
Í lögunum (þá sérstaklega lagi 4) þá er píanó. Píanó leikurinn er svo flottur að maður gæti farið að grenja. Og þá er ég sérstaklega að tala um í lagi númer 4, í kringum 5 mínúturnar. Snilld.
Takið endilega eftir þessu næst þegar þið hlustið á þennan disk, og ef þið hafið ekki hlustað á hann, en eigið hann, skellið honum NÚNA í tækið! En ef þið eigið hann ekki, hlaupið þá NÚNA út í búð og kaupið hann! Eða dl honum, hvort sem þið viljið =)

En svona í lokum þá vil ég benda á það að þetta er mest hlustaðisti diskurinn í mínum eyrum. Ég kveiki á honum þegar ég leggst upp í rúm á kvöldin, og slekk á honum þegar ég fer í vinnuna á morgnana. Er með kveikt á honum þegar ég er að gera mig til og á meðan ég sef. Svo hlusta ég á hann þegar ég er í vondu skapi, og alltaf fer ég í betra skap við að heyra þessa snilld.
En þetta er auðvitað bara mitt álit, og þið kannski hissist á mér hvað mér finnst um þennan disk, en það er bara ég. Hvet ykkur samt að loka augunum og hlusta á tónlistina flæða um líkamann áður en þið dæmið af einhverjari alvuru.

Takk fyrir mig,
Kveðjur, Sigurrós aðdáandinn
Sóley.