Ég er búin að leita um allt og finn ekki neinsstaðar 2 lög sem ég hlustaði mikið á þegar ég var yngri. Það eru tvö lög af plötunni Silfurgrænt Ilmvatn með hljómsveitinni Melchior. Þetta er frekar gömul hljómsveit og ég man ekki eftir að hafa heyrt um hana nema á plötu hjá foreldrum mínum.
Þetta eru lögin Alan og Narfi. Ég er búin að grandskoða tonlist.is og google.com og finn ekkert nema textann af Alan en hvergi stað sem ég get reddað mér lögunum.

Gæti verið að einhver hérna lumi á þessum 2 lögum í tölvunni hjá sér? Ég yrði alveg svakalega ánægð ef sá hinn sami gæti sent mér þau!

Textinn af Alan er svona (ef einhver man frekar eftir laginu þannig)

Ótal ísaperlur,
hver með sinni gerð,
glitra vetrarkvöld á hægri ferð.
Við kynnumst ósköp fáum
svo skamma aftanstund;
þær hverfa í hvíta breiðu
á kaldri grund.

Alan, hvar má sjá nú,
hver þú varst og hvað þú vildir?
Þú leyndir því svo lengi
í huga þér.
Alan, enginn veit nú,
hvað þú hélst og hvort þú skildir
að í orðum oft svo lítil alvara er.

Undarlegt er haustið,
grátt á hvítum skóm;
með trega svæfir
sumarlagsins óm.
Það breiðir milda blæju
á líf sem áður var
og sveipar rökkurslæðu
minningar.

Alan —–

Þú leist í myrku lofti slíka sýn,
að aldrei sáu önnur augu en þín.
Það hlýtur einhver leið
að liggja úr dauðra neyð.
Við skulum vaka,
viltu aka hana í kvöld?

Við erum öll að reyna
við Gæfu gestaþraut.
Með hlátri klaufann
sendir hún á braut.
Og afleitt var það ólán
að leiddur varstu frá;
þú hafðir aldrei byrjað
þrautinni á.

Alan, ——-

Þú leist í myrku lofti slíka sýn.
Villti kannski vonin augu þín?
Það hlýtur einhver leið
að liggja úr dauðra neyð.
Við skulum vaka,
viltu aka hana í kvöld?
Shadows will never see the sun