Counter-Strike clan'ið [.Hate.] var stofnað árið 1999 þegar beta 3 af CS kom út. Stofnmeðlimirnir voru einungis þrír, [.Hate.]Memnoch , [.Hate.]Taltos og sá sem ritar hér [.Hate.]Nazgûl. Fljótlega vatt clan'ið upp á sig og við bættist fjöldinn allur af góðum spilurum. [.Hate.] varð fljótt risi í íslenska CS heiminum og var mjög fyrirferðamikið á Skjálftamótum, tók þátt í CPL í Amsterdam og keppti í fimm CS deildum í Bandaríkjunum ásamt því að reka CS deild á Íslandi. Þegar mest voru yfir 50 meðlimir í [.Hate.]

Þegar [.Hate.] hætti keppni árið 2001 fór hópur úr clan'inu í Dark Age of Camelot en síðan hefur hópurinn tvístrast í hina og þessa MMORPG leiki svo sem Shadowbane, World of Warcraft, Everquest II, City of Heros, Age of Conan, Warhammer Online, Lord of the Rings Online, RIFT og fleiri mætti telja.

Þegar Star Wars: The Old Republic kom út, þá byrjaði stór kjarni úr gamla [.Hate.] CS clan'inu að spila aftur undir nafni [.Hate.] ásamt því að fá allmarga áhugsama MMO spilara í lið með sér. Um 100 spilarar (og tæplega 300 characterar) voru í Hate guildinu í SW:ToR og nærri allt "content" var klárað. Skipulögð voru 2-3 raid í hverri viku ásamt fleiri atburðum en áhugi spilara féll óvenjuhratt í SW:ToR.

Hate ætlar að fara í Guild Wars 2 þegar hann kemur út og reyna að halda saman þeim hópi sem saman var kominn til að spila Star Wars: The Old Republic enda sjaldséð að vera með 100 meðlima guild í MMO leik sem samanstendur einungis af íslendingum.

Ef þú hefur áhuga á að vera með - ekki hika við að hoppa inná http://gw2.swtor.is og skutla umsókn á okkur.

Jafnframt hvetjum við aðra Íslenska spilara í öðrum guildum að hafa samband við okkur áður en leikurinn byrjar því við erum opnir fyrir alliance í WvWvW. Það væri sterkt ef þeir hópar sem ætla að spila leikinn myndu sameinast á sama server til að gera öfluga heild í PvP.

Við erum all nokkrir í betunni og erum á Ring of Fire en höfum ekki tekið neina ákvörðun þegar kemur að server við early access startið.

með kveðju frá stjórnendum Hate.