Wildstar

Wildstar er nýr MMORPG leikur sem áætlað er að komi út einhvertímann á þessu ári. Leikurinn er gerður af Carbine studios í samstarfi við NCsoft. Hægt er að skrá sig til þáttöku í Beta prófun inn á þessari vefslóð http://www.wildstar-online.com/en/beta/

Wildstar heimurinn er blanda af vísindaskáldskap og fantasíu og minnir mikið á sjónvarpsþáttaröðina firefly og er gerður í mjög teiknimyndalegum stíl. Leikurinn gerist á plánetunni Nexus sem var áður heimapláneta svokallaðra "Elden" sem nú hafa horfið og er mikið af sögunni í leiknum sem snýst að þeirra hvarfi og hvað þeir voru að gera á Nexus.

Við útgáfu munu vera 2 faction 8 races 6 classar og 4 path.

Race:
Exiles = Human, Aurin, Granok,(unknown)
Dominion = Cassian, Draken, Mechari, (unknown)

Class: Stalker, Warrior, Spellslinger, Esper, (unknown), (unknown)

Ásamt því að leikurinn er með race og class kerfi bjóða þeir upp á svokallað path system, sem leyfir þér að velja hvernig þú vilt spila leikinn. Þegar leikurinn kemur út verða fjögur "path" til að velja úr og eru það Explorer,Soldier,Scientist og Settler. Í leiknum er svokallað action combat og nota þeir þar telegraph kerfi, þannig að þegar óvinur ætlar að gera einhverskonar árás kemur rautt merki á jörðina þar sem árásin mun lenda og það er upp á þér komið að stökkva frá, og leikmenn hafa líka aðgang að þessum telegraphs og þurfa því að reyna að hitta andstæðinga sína með þessum árásum.

Eitt af því sem Carbine hefur verið að einbeita sér að sem á að vera stór partur af leiknum er að leikmenn geta keypt jörð (fljótandi eyju réttara sagt) og geta þar byggt sitt eigið hús og allskonar aðra hluti eins og sitt eigið verkstæði eða námu eða hvað sem maður vill. og er mikið frelsi í því sem maður getur gert.

Stór hluti af leiknum er svokallað elder game eða það er að segja það sem tekur við þegar leikmenn eru komnir á hæðsta level í leiknum, þar má nefna Raids, World story, Arena pvp og Warplots pvp svo fátt sé nefnt, í warplots er notuð sama hugmyndafræði og með húsin nema þarna geta margir leikmenn komið saman og byggt sér orrustuþorp sem þeir síðan nota til að berjast við aðra hópa, það er margt skemmtilegt sem hægt er að gera við warplot, til dæmis það að þegar guildið þitt er búið að sigra raid boss er hægt að fanga hann og nota hann á warplottinu til að berjast við andstæðinga.

Ég býð spenntur eftir þessum leik og vona að sjá sem flesta íslendinga hoppa um nexus með mér :)

http://www.youtube.com/watch?v=_4_riSI7Ydg hér er hægt að sjá trailer sem kynnir leikinn á afar skemmtilegan máta

Ég reyni að vita meira í dag en ég gerði í gær.