Sæl veriði öllsömul, mér langaði að senda inn stuttan pistil um fyrsta alvöru MMORPG leikinn eða Ultima onine. Ég geri mér grein fyrir að það voru leikir á undan sem studdu fjöldaspilun en ekkert í líkingu við UO og var hann einnig fyrsti leikurinn til að ná yfir 100.000 skráðum notendum.

Ég ætla ekkert að fara ítarlega í sögu leiksins en hann kemur út 24. september 1997. Ég sjálfur byrja að spila hann í kringum ´99 og er hann þá þegar orðinn gríðarlega vinsæll. Leikurinn er í sjálfu sér útfærsla á Ultima leikjum sem voru gerðir á undan og ætlaðir til single player spilunar en netleikurinn átti að gerast í sama fantasy heimi og forverar hans.

Leikurinn byggði á því að þú gast valið að vera nánast hvað sem þú vildir, allt frá bakara til morðingja! Auðvitað völdu langflestir profession sem gaf þeim einhverskonar útrás fyrir spennu í bardögum eins og warrior eða mage en þrátt fyrir það var möguleikinn endalaus.

Hægt var að gera 5 karaktera á hverjum reikningi sem maður keypti og síðan hafði hann ákveðna statta sem fóru eftir því hvað þú lést hann gera í leiknum. Það voru 3 stattar eða Strength, Dexterity og Wisdom og höfðu þeir mismunandi eiginleika sem fór eftir því hvaða profession þú valdir. Þ.e. mage vildi fyrst og fremst hafa hátt Wisdom en Fighter eða Warrior vildi hafa strenght og dexterity sem hæst.
Þá voru einnig skillar í leiknum sem í raun ákvörðuðu professionið sem þú varst. Veiðimaður vildi t.d. augljóslega hafa hátt í fishing skill og bogamaður hátt í archery etc.

Leikurinn hélt áfram að laða til sín aðdáendur og ekki síst út af því að hann byggði á gríðarlegri spennu, þú gast eytt vikum saman í að safna peningi sem síðan gat glatast ef þú hafðir hann á þér á leið út úr bæ og þjófur eða morðingi rændi þig eða drap. Þetta varð til þess að menn höfðu oft hjartað i buxunum þegar þeir fóru út úr bæjum, þar sem verðir sáu um að vernda fólkið fyrir þrjótum. Sjálfur man ég ennþá eftir því þegar ég var fyrst myrtur í leiknum og missti brynjuna mína sem ég hafði eytt hátt í viku að safna mér fyrir :) En ég man líka eftir því þegar ég var á veiðum og morðingi réðist á mig, nema hvað, þá var ég orðinn stærri og sterkari og drap hann :) Ég hef sjaldan haft eins mikið adrenalínflæði þegar ég lootaði (hirti dótið hans) morðingja og náði mér í búnað sem var margra vikna erfiðis virði ásamt því að ég skar hausinn af honum og fékk bounty sem menn höfðu sett honum til höfuðs :)

Hinsvegar voru margir sem voru þreyttir á morðingjum og þjófum því eftir því sem leið á leikinn jókst tíðni þeirra og brátt var allt morandi í þeim og fólk gat nánast ekki stigið fyrir utan bæi án þess að hljóta skaða af. Upp frá því komu expansions sem bæði gáfu leiknum fjölbreyttari grunn og eins gat skilið að þá sem vildu vera í friði og veiða skepnur sem heimurinn bauð uppá og þá sem vildu ræna og rupla spilara að vild.

Fyrsta expansionið var: The Second Age (1.oct ´98)
Með því var kynnt nýtt land til sögunnar ásamt nýjum skrímslum og uppfærslum.

Næst kom: Renaissance (4.maí ´00)
Þar var búin til annað copy af heimnum þar sem morðingjar og ræningjar gátu ekki verið. Þú gast því valið hvort þú vildir vera í heimi morðingja og þjófa, eða heimi þar sem fólk barðist einungis gegn skepnum eins og orkum.

Það komu fleiri uppfærslur til sögunnar en á þessum tíma er ég ekki að spila lengur og ætla því ekkert að fara nánar í út í þær annað en að minnast á þær.

Það var m.a. Third Dawn (7.mars ´01) - Lord Blackthorn's Revenge (24.febrúar ´02)- Age of Shadows (11.febrúar ´03)- Samurai Empire (2.nóv ´04) - Mondain's Legacy (30.ágúst ´05) - Stygian Abyss (8.sept´09.
Með þessum uppfærslum voru nýjar skepnur kynntar til sögunnar, ný landsvæði, auka skillar og class, 3D client kynntur til sögunnar og áfram mætti telja.

Hægt er að kynna sér leikinn nánar ef einhver hefur áhuga á síðu sem ég mæli með og heitir (http://uo.stratics.com/)



Annars langar mér til að spyrja fólk hvort það hafi spilað leikinn eða bara heyrt um hann? Ég veit að margir spila hann enn í dag og t.d. spilaði ég hann aftur í 2-3 ár á server sem var fan-made og skemmti mér konunglega. Í framhaldinu af því kom upp sú hugmynd hjá mér að hugsanlega væri fótur fyrir því að setja upp íslenskan server þar sem það er nokkuð auðvelt í dag að gera það og fá script til að breyta að vild. Ég t.d. hefð mikinn áhuga að setja upp server sem væri roleplay only með class systemi, player vs player möguleika og smá modifications til að gera spilun skemmtilegri. Leikurinn býður allavega upp á mikla möguleika role-play wise og því áhugavert að skoða hann.

Endilega commentiði og segið hvað ykkur finnst, væri fótur fyrir þessu hér eða er þetta orðinn of gamall leikur til þess?

-Kveðja, Unnin.