Wacken Metal Masters er tiltölulega nýtt fyrirbæri þar sem sigurvegaranum er boðið að spila á Wacken Open Air hátíðinni. Wacken Metal Masters er keppni þar sem hljómsveitum er gefið tækifæri á að senda inn eigin myndbönd á vefsíðuna wackentube.com. Þar eru það svo metalhausar nær og fjær (almenningur) sem gefa myndböndunum einkunn og sveitin með hæstu einkunnina að keppninni lokinni stendur uppi sem sigurvegari og er boðið að spila á Wacken hátíðinni í sumar. Stendur kosning yfir til 7. júní.

Darknote hafa riðið á vaðið fyrst allra íslenskra sveita með lagið sitt Bring Down the Skies af plötu sinni Walk Into Your Nightmare og þegar þetta er skrifað er sveitin í fimmta sæti!

Endilega styðjið sveitina með því að fara á slóðina hér fyrir neðan, hlusta á og gefa laginu einkunn.

http://wackentube.com/video/2673/Darknote+-+Bring+Down+The+Skies

Komum þriðja íslenska bandinu á Wacken!!

Frekari upplýsingar um keppnina er að finna hérna: http://wackentube.com/MetalMasters
Resting Mind concerts