Uppskrift fyrir fjóra:

4 stk. lambalærissneiðar
2 msk. laukur, fínt niðurskorinn
9 msk. þurrt sérrí
3 msk. edik
1 tsk. oregano
1 tsk. basil
6 msk. Carapelli Extra Virgin ólífuolía
Lárviðarlauf
Svartur pipar

Setjið allt hráefnið, nema lambakjötið, í skál og blandið vel saman. Setjið kjötsneiðarnar í grunnan disk og hellið leginum yfir. Passið að lögurinn hylji kjötið, og látið síðan liggja í leginum í ca. 2 klst. við stofuhita. Fjarlægið kjötið úr leginum og steikið á heitu grilli í 20-25 mín., eða þar til kjötið er tilbúið. Smyrjið afgangnum af leginum yfir kjötsneiðarnar á meðan þær eru á grillinu. Berið fram strax með t.d. með góðu salati og bökuðum kartöflum.
Aaaa