Mín reynsla af Judo Já, það sem þetta áhugamál er ekkert allt of virkt, þá langaði mig að skella inn einni grein hingað.
En mig langar að segja ykkur frá mínum ferli í Judoi og minni reynslu af því.

Ég byrjaði að æfa Judo þegar ég var 12 ára, það var árið sem ég flutti á Selfoss og þurfti að hætta að æfa
karate, en ég hafði verið búinn að æfa karate frá því að ég var 7ára.
En ég man svo vel eftir fyrstu æfingunni minni í Judo, ég mætti í gömlum rifnum gallabuxun og ljótum Limp Bizkit bol.

Fyrstu 2-3 æfingarnar fanst mér þetta ekkert sérstakt því maður var bara að læra að detta án þessa að verða fyrir meiriháttar meiðslum og eitthvað svoleiðis.
Sem betur fer þraukaði ég út þessar æfingar og ég átti ekki eftir að sjá eftir því!!
Fyrsta árði mitt var ég ekki að keppa neitt eða niett svoleiðis heldur var ég bara að æfa eins mikið og ég gat,
enda sagði þjálfarinn minn mér að það væri ekki sniðugt að byrja að keppa svona heldur væri bara sniðugra að æfa mikið og fara síðan að keppa þegar maður væri betur tilbúinn.
Ég ágætlega eftir fyrsta mótinu mínu, en það var Ísalndsmeistarmót, þar sem ég lenti í flokki með gaurum sem höfðu verið að stunda Judo í 8+ ár og þar skít tapaði ég enda bara ennþá með hvítt belti og ekki með neina reynslu af keppnum og gerði mér þar af leiðandi ekki grein fyrir því hversu erftit þetta var.
Síðan leið nokkuð langur tími þangað til ég kepti aftur, en þá næst þegar ég keppti lenti ég líka í mun betri flokki þar sem keppendu voru með svipaða reynslu og ég.

Þetta mót vann ég með 2x ippon (fullnaðar sigri) en vorum við bara 3 sem að kepptum í þetta skipti.
Næstu mót kepti ég líka við þessa sömu einstaklinga og var ég annaðhvort í 2. eða 3. sæti því þeir höfðu tekið sig mjög á svo að ég hafði voðalega lítið í þá.
Eftir að hafa ekki gengið nógu vel í nokkrum mótum ákvað ég að fara að taka betur á því og gerði það.
Ég sleppti nokkrum mótum vegna þessa að ég vildi frekar vera að æfa og mæta síðan og koma á óvart, en mér tókst það með því að fara á Reykjavíkurmótið og vinna það með 1 ippon í annari glímunni og 2x wasari í hinni glímunni.

Síðan dró ég úr keppnum og fór að æfa bara til að hafa gaman, en þá einmitt á einni æfingu var ég að glíma við félaga minn, nema að við vorum komnir í gólfið, hann rúllaði yfir litla puttann á mér með þeim afleiðingum að það flísaðist uppúr beini í fremsta parti á puttanum og það endaði Judo ferill minn fyrir fullt og allt, en aður en það gerðist haðfi ég verið að glíma við meiðsli í hnéi, öxl og smávægileg bakmeiðsli, en þegar putinn fór ákvað ég að hætta bara áður en eitthvað meiriháttar gerðist.


Efit að ég hætti snéri ég mér að lyftingum og boxi, ég endist þó ekki lengi í boxinu heldur fór ég bara að notafæra mér reynslu mín úr Karate, Judo, boxi og fleirum bardagalistum sem ég kann og fór að æfa mig sjálfur ásamt því að lyfta og hlaupa.


En reynslan sem ég hef úr Judoi er frábær, hún hefur hjálpað mér mikið við svona minni slagsmál, þar sem er nó að fella og fara… en einnig hefur þetta líka reynst mér frábærlega þar sem ég hef virkilega þurft að taka á því í slag, ég er ekki stoltur af því að þurfa að slást, en það gerist og voða lítið hægt að gera í því nema að sleppa því að starta fight, ég reyni aldrei að starta fight, ég reyni bara að enda þá eins fljótt og hæt er með eins litlum meiðslum og mögulegt er.

En Judo er frábær íþrótt!

En núna er ég búinn að segja það sem ég vildi segja, svo ég þakka bara fyrir mig og segi bless í bili ;)
Nissan Primera GX ‘97 *búið að henda*