Leeds United 2013-2015 Eftir flottan árangur fyrstu ár mín í stjóra stöðunni þar sem hápunkturinn var annað sætið á tímabilinu 2012/13 var stefnan tekinn á að halda uppbyggingu áfram á liðinu og berjast um toppsætin í deildinni.

Úrvalsdeildin 2013/14
Þetta tímabil var stefnan tekin á Meistaradeildarsæti og var stjórnin mjög ánægð með það og gaf mér væna summu í leikmannakaup. Þar sem mér fannst liðið vera í mjög góðu standi og ég með mjög stóran og góðan leikmannahóp þá fannst mér ekki ástæða til að kaupa marga lykilmenn og fjárfesti ég því meira í ungum og efnilegum leikmönnum fyrir unglingaliðið. Keyptir voru þó nokkrir byrjunarliðsmenn sem og squad players; Jack Rodwell og Barry Bannan voru keyptir á miðjuna, Kolbeinn Sigþórsson kom frítt í sóknina og Emiliano Insúa var keyptur í vörnina. Sumar útsala var á leikmönnum frá liðinu og fóru þeir menn sem ég sá ekki eiga fast sæti í liðinu. Kaup og sölur þetta tímabil.

Tímabilið gekk prýðilega vel og var í toppbaráttunni allt tímabilið, virtist vera að Tottenham myndi slátra tímabilinu þar sem þeir voru á svakalegri siglingu meira og minna allt tímabilið og voru alveg ósigrandi fyrri part tímabilsins, en eftir áramót gerðust hlutirnir og þeir fóru að tapa stigum sem gaf mér tækifæri á að komast upp fyrir þá sem og ég gerði og í lok tímabilsins náði ég að skjótast fram úr Tottenham með 3 sigrum í þrem síðustu leikjunum á meðan þeir náðu einungis 1 stigi úr þrem leikjum. Endaði leiktíðin svona.

Meistaradeildin 2013/14
Stórt ævintýri fyrir lítið félag. Ég var dregin í riðil með Shakhtar, Sevilla og Schalke og var ég mjög sáttur þar sem ég lenti ekki í riðli með neinu af risaliðunum. Aftur á móti lenti ég í þeim riðli þar sem liðið voru einn að jöfnust og þyrfti ég því að gera mjög vel til að komast áfram úr þessum riðli. Persónulega var stefna mín að ná 3ja sætinu til að komast þó í Evrópudeildina. Ég byrjaði ágætlega með jafntefli gegn Sevilla og sigri á Schalke á útivöllum, en tapaði á móti Shakhtar heima sem var reiðarslag. En með hefnd og sigri gegn Shakhtar í lokaleik riðilsins þá náði ég að klóra liðinu upp í annað sæti með 8 stig upp fyrir Schalke sem enduðu með 7.

Við tók þá 16 liða úrslit og var mótherjinn þar engin annar en Real Madrid. Var ég semi sáttur að fá þá þar sem gott var að fá stórlið til að koma á Elland Road en það hefði auðvitað verið gaman að fá eitthvað af minni liðinum til að eiga meiri möguleika á því að komast áfram. Til að gera stutta sögu enn styttri þá komst ég ekki áfram. Er megin ástæðan sú að ég gerði taktísk mistök í fyrri leiknum heima sem kostaði mig mikið og tapaði ég þar 3-1, en í seinni leiknum þá gekk allt upp og fór ég með sigur á hólmi 1-0 á Bernabeu.

Sem og fyrri ár þá var ég arfaslakur í bikarkeppnunum og féll úr leik frekar snemma þar sem ég spilaði meira á ungum leikmönnum.

Úrvalsdeildin 2014/15
Þetta ár tók ég stefnuna á titilbaráttu og var það raunin, reyndar var engin spenna í titilbaráttunni því að ég algjörlega pakkaði saman deildinni þetta árið og var öruggur sigurvegari í lok leiktíðar. En ég var í toppsætinu frá 16 leikdegi til loka tímabilsins. Chelsea voru einn að helst að ógna mér í baráttunni um titilinn en þeir gáfu rækilega eftir, eftir áramót sem varð þess valdandi að ég tók titilinn létt. Taflan
Kaup og sölur þetta tímabil voru ekki miklar þetta árið því keyptir voru menn með gæði umfram skipsfarma af leikmönnum eins og fyrri tímabil voru. Keyptir voru leikmenn í lykilstöður fyrir mikla peninga og út fóru leikmenn sem áttu von á litlum spilatíma. Kaup og sölur

Meistaradeildin 2014/15
Öfugt við síðasta tímabil þá lenti ég í rosalega áhugaverðum riðli, sannkölluðum dauðariðli. Lenti ég í riðli með Lyon, Roma og Wolfsburg. Átti ég þó ekki í vandræðum að komast upp úr riðlinum þar sem ég vann 4, gerði jafntefli í 1 og tapaði 1.
Í 16 liða úrslitum lenti ég á móti Napoli sem ég fór í gegnum með smá stressi þó þar sem ég vann fyrri leikinn á útivelli 1-0 og gerði jafntefli heima 1-1, þar sem ég gerði furðulegast sjálfsmark sem ég hef séð; YouTube

Í 8 liða úrslitum fékk ég svo Bayern Munchen, var ég viss um að ég væri úr leik eftir 1-0 tap á heimavelli og að lenda svo undir 2-0 á útivelli, en þá tók við eitthvert það rosalegasta comeback sem ég hef séð í leiknum, negldi ég inn 6 mörkum og ætlaði allt að vera vitlaust á svæðinu.

Eftir rosaleg 8 liða úrslit þá beið mín Porto í undanúrslitum og sá ég þá miðið væri möguleiki á úrslitaleik þar sem ég ætti alla möguleika á að vinna þá. Og það gerði ég með pompi og prakt með 1-0 útisigri og 3-1 heimasigri og var þá ekkert eftir en að skella sér í úrslitaleikinn.

Úrslitaleikurinn fór fram á Ibrox í Glasgow og var mótherjinn Arsenal. Markmiðin í leiknum voru bara tvö, sækja og vinna. Og það gerði liðið sómasamlega þar sem liðið var 58% með boltann og áttu 20 skot að marki og 10 á rammann. Með þessari spilamennsku náði ég að merja 2-1 sigur og titilinn var í höfn.

Bikarkeppni, sama gamla sagan, ég var ömurlegur þar enda teflandi fram ungum leikmönnum hægri vinstri.

Nú tekur við það starf að halda þessari uppbyggingu áfram og byggja á þessu fyrir komandi tímabil.

Og svona rétt í lokinn þá kemur hérna smá myndasýning:
Þrjár stjörnur í liðinu: Manoel, Arne Brouwer, Angel Jerez.
Manager ársins öll árin
Og loks til gaman þeir bestu ellefu sem ég hef haft þessi 5 ár