MŠK Žilina challenge - FM11 Til að reyna að auka aðeins virknina á /manager áhugamálinu höfum við Bludgeon sett saman smá challenge. Ef það er áhugi fyrir þessu þá er aldrei að vita nema þetta verði reglulegur viðburður :)

Challengið er hægt að finna í kubbnum undir CM/FM fréttunum og/eða undir Manager leikir -> MŠK Žilina í valmyndinni vinstra megin á skjánum. Og auðvitað hérna

Þann 8. júní 2010 tók Pavel Hapal, stjóri Slóvakíska liðsins MŠK Žilina óvænt þá ákvörðun að segja af sér sem þjálfari liðsins. MŠK Žilina vann Slóvakísku deildina á síðasta tímabili og mun þessvegna spila í Meistaradeild Evrópu á komandi tímabili. Ásamt því að reyna að komast í riðlakeppnina í Meistaradeild Evrópu, krefst bæði stjórn liðsins og aðdáendur að liðið verji deildartitilinn. Þósvo að stjórninni þyki mikilvægara að fókusera á deildina og Meistaradeild Evrópu, þá vilja aðdáendur liðsins auðvitað fá bæði sigur í Super Cup og deildarbikarnum.
Stjórnin hefur ákveðið að þú sért rétti maðurinn í starfið og vonast til þess að þú takir tilboði liðsins um að gerast þjálfari þess!
Vonumst til þess að sem flestir taki þátt í MŠK Žilina Challenginu.

Stig verða gefin fyrir hina ýmsu hluti sem maður afrekar með liðinu til að skera úr um hver hafi staðið sig best.
Deildin:

20 stig fyrir að vinna deildina.
10 stig fyrir að vinna Manager of the Year verðlaunin, 5 stig fyrir 2 sætið og 3 stig fyrir 3 sætið.
5 stig fyrir að skora flest mörk
5 stig fyrir að fá á sig fæst mörk
2 stig fyrir hvern byrjunarliðsmann í Team of the Year, 1 stig fyrir varamenn
Markamunur liðsins mun gefa jafn mörg stig og markamunurinn er, eða draga frá stig ef markamunurinn sé í mínus
Meistaradeild Evrópu:

20 stig fyrir að komast upp úr riðlakeppninni í Meistaradeil Evrópu
Markamunur liðsins mun gefa jafn mörg stig og markamunurinn er, eða draga frá stig ef markamunurinn sé í mínus
5 stig fyrir að komast í gegnum 16-liða úrslitin í Meistaradeild Evrópu
5 stig fyrir að komast í gegnum 8-liða úrslitin í Meistaradeild Evrópu
10 stig fyrir að komast í gegnum undanúrslitin í Meistaradeild Evrópu
20 stig fyrir að vinna úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu
3 stig fyrir hvern mann í Dream Team
Deildarbikarinn:

10 stig fyrir að vinna deildarbikarinn
Super Cup:

5 stig fyrir að vinna Super Cup
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í MŠK Žilina Challenginu þá biðjum við ykkur vinsamlegast að senda svar á þessa grein, bæði þegar þú byrjar og þegar þú ert búinn með tímabilið þá skaltu hafa linka á screenshot af eftirfarandi hlutum:

Personal tabbnum á prófílnum þínum
Lokastöðunni í deildinni
Manager of the Year verðlaununum í deildinni(Þarf ekki ef þú ert ekki einn af topp 3)
Team of the Year, bæði deild og Meistaradeild Evrópu(þarf ekki ef þú átt ekki leikmenn þar)
Top Goalscorer í deildinni
Úrslitleik Deildarbikarsins(þarf ekki ef þú vannst ekki)
Úrslitaleik Super Cup(þarf ekki ef þú vannst ekki)
Úrslit þíns riðils í Meistaradeild Evrópu(þarf ekki ef þú komst ekki í riðlakeppnina)
Úrslit síðasta leik sem þú spilaðir í Meistaradeild Evrópu(þarf ekki ef þú komst ekki uppúr riðlakeppninni eða náðir ekki að komast uppúr 16-liða úrslitum