Einhvað virðast söguskrif hafa verið á undanhaldi hér inn á huga þannig að ég ákvað að skella saman í eina grein um save-ið mitt í nýja fm10. Og já þetta verður saga ekki upptalning á tölum og úrslitum.

Eftir einungis stutta dvöl við stjórnvölin hjá AC Milan sáu stjórnarmenn þess engra aðra kosti í stöðunni en að reka Leonardo þar sem að hann hafi orðið sér og liðinu til skammar á skemmtistað í borginni. Við það losnaði staða sem mörgum í heiminum dreymdi um, var ég einn af þeim. Ég hafði nýverið lent í alvarlegum meiðslum og ákveðið að leggja skóna á hilluna en samt sem áður ætlaði ég ennþá að leggja kapp mitt á að halda mér innan knattspyrnunar, greip ég því gæsina og sótt um stöðu þjálfara hjá AC Milan uppeldis klúbb mínum. Leið það ekki á löngu fyrr en ég fékk kallið, þeir vildu mig til að stýra skútunni.

Þar sem ég var að taka við félagi sem hafði mikla hefð og stjörnu leikmenn vissi ég að vinnan væri mikil við að halda utan um þetta feiknar félag. Sá ég strax að ekki þyrfti mikið til að gera þetta félag eitt það besta í heimi og að miklar mannabreytingar væri ekki þörf. Sá ég það þó strax að veikasta staðan í liðinu væri vinstri bakvörður og þyrfti að laga það á stundinni. Ákvað ég að leita ekki langt yfir skammt og sendi njósnara til erkióvinana í Lazio til þess að skoða Aleksandar Kolarov og kom í ljós að hann var einmitt maðurinn sem ég hafði í huga, keypti ég hann þá fyrir rétt rúmar 8 milljónir punda. Ofan á þessi kaup bætti ég svo við David Beckham í þeim tilgangi að fá meiri breidd inn á miðjuna ef meiðsli skyldu hrjá mig á komandi tímabili.

Til að byrja með þá notaði ég aðferðina 4-3-1-2 með eftirfarandi leikmönnum í hverri stöðu:

GK: Abbiati (Dida)
DR: Zambrotta (Oddo)
DL: Kolarov (Zambrotta)
DC: Silva (Bonera)
DC: Nesta (Onyewu)
MC: Gattuso
MC: Ambrosini
MC: Pirlo
AMC: Ronaldinho (Seedorf)
ST: Pato
ST: Klaas-Jan (Inzaghi)

Byrjaði nú leiktíðin hálf brösulega með nokkrum töpum og jafnteflum á víð og dreif. En seinnipart október náði ég mér á strik kom þá löng runa af góðum sigrum og virtist allt vera á uppleið. En 6 des. kom skellurinn, 2-3 tap á móti arfaslöku liði Bari og 3 dögum seinna 0-2 tap á útivelli gegn Porto þar sem græna skrímslið skoraði. Eftir það sagði ég hingað og ekki lengra og heimtaði að leikmennirnir girtu sig í brók eins og sannir bændur ekki eins og einhverjir hip-hopparar og spiluðu fótbolta. Eftir það fór vélin aftur að rúlla og næstu leikir voru nánast formsatriði, til að mynda 4-2 sigur á Roma á útivelli þar sem Pato fór á kostum með þrennu, síðan 5-3 útisigur á Juventus í svakalegum leik á útivelli. En tímarnir gátu ekki alltaf verið ánægjulegir því að í átta liða úrslitum á meistaradeildinni kom mjög svekkjandi tap á móti Inter samanlagt 2-1, sem markaði endalokin í þeirri keppni, en þau úrslit voru samt ekki endalokin því baráttan um titilinn á Ítalíu var enn í fullum gangi.

Fiorentína hafði leitt mótið nánast allan veturinn en þegar 12 leikir voru eftir hjá þeim og einn putti kominn á bikarinn fataðist þeim flugið og unnu einugis 3 leiki gerðu 4 jafntefli og töpuðu 5, sem gaf mér gullið tækifæri á að ná fram úr þeim sem og ég gerði og vann deildina með 80 stig á meðan að Fiorentína var með 77.

Stjarna tímabilsins var hiklaust Pato með 27 skoruð mörk og 7,3 í einkun. Og leikur leiktíðarinnar var 5-3 sigurinn á Juve sem var tær snilld.


Eftir sigur í deild á fyrsta ári enn fremur slakan árangur í öðrum keppnum var næsta tímabil nýtt til að byggja á þeim árangri. Með það til hliðsjónar að leikmannahópurinn minn væri komin á besta aldur og ég með eitt að elsta liðið í deildinni ákvað ég að styrkja allt liðið með miklum kaupum og fékk ég fullan stuðning frá stjórn klúbbsins sem hafði náð að hreinsa skuldir klúbbsins og veitt mér 100 milljónir punda til kaupa. Með þeim mikla peningi gat ég fjárfest í nokkrum leikmönnum sem liðið vantaði.

En inn komu:

Hugo Lloris (GK)
Micah Richards (DR)
Daniel Agger (DC)
Felipe (DC)
Miguel Veloso (DMC)
Arda Turan (AMC)
Mevlüt (ST)
Vagner Love (ST)
+ Guttar
Alls: 143 M

Út fóru:

Bonera (DC)
Oddo (DR)
Onyewu (DC)
Donovan (AMC) keytur frítt á fyrsta tímabili og seldur strax
Ásamt slatta af varadrasli sem nýttist ekkert
Alls: 27 M

Ég byrjaði þetta tímabil eins og ég endaði síðasta, í toppbaráttunni. Það sem ég lærði úr þessu tímabili hjá mér var að kæruleysi í fótbolta er alvarlegur sjúkdómur. Þar sem ég byrjaði með öflugum sigrum og vann meirihlutan af stóru keppinautunum en það sem fór verst með mig á þessu tímabili voru jafntefli og töp á móti smærri liðum, til að mynda voru 2 af 4 töpum mínum í deildinni gegn Sampdoria og Atalanta sem eru litlir spámenn. Og jafntefli gegn Salernitana og Torino heima sem bæði féllu, og rétt 1-0 sigur á Reggina sem var neðst. Vanmat á andstæðinga. Á þessu tímabili náði ég að verja aftur deildartitilinn með glæsibrag þó það hafi orðið tæpt á tímabili þar sem jafntefli voru að gera útaf við liðið. Endaði ég aftur með 80 stig á meðan að Udinese tók annað sætið með 78. Sem fyrr voru hin stórliðin að gera upp á bak og endaði Inter í 6. sæti, Juve í 7., Roma í 8. og Lazio í 9.. Sem sé ekkert þeirra í meistaradeild.

Í meistaradeildinni var það að frétta að ég dróst aftur á móti Porto í riðli og aftur tapaði ég á útivelli, en ljósið í þeim leik var að Gattuso skoraði 2 og græni skoraði ekkert. Komst ég auðveldlega í gegn um riðilin. Í 16 liða úrslitum lendi ég á móti Arsenal, lenti ég í örlitlu brasi með þá þar sem ég vann heimaleikinn rétt 2-1 með tveim mörkum á 84 og 88 mínútu en í seinni leiknum lék ég af mér og vann 2-0 úti. Í næstu umferð mætti ég öðru ensku liði því nú var komið að Man City, Micah að koma heim aftur. Fyrri leikurinn var hreint unun þar sem leikar fóru 5-4 í mergjuðum leik þar sem ég komst yfir 3-0, og svo aftur 4-1 en á 6 mínútu kafla undir lok leiksins hrynur spilið undað leiknum, þeir jafna með mörkum á 87, 89 og 90+3. Hræðilegt!. En nei poppar þá ekki listamaðurinn Ronaldinho upp og skellir einum á 90+5 og innsiglar svakalegan útisigur sem fleitti mér nánast í undanúrslit, sem og það gerði því seinn leikurinn fór 2-1. Næst var það Juve. Og eins og áður þá get ég jarðað Ítölsku deildina með stærstu liðin í miðjubaráttu en ég get ekki unnið þau meistaradeildinni þar sem þeir unnu mig samtals 2-2 með marki skoruðu á útivelli.

Sem fyrr var ég að spila mest megnis 4-3-1-2 með ýmsum útfærslum svo sem 4-1-2-1-2 og á tímapunkti 4-2-1-1-2, en alltaf spilaði ég í gegnum miðjuna þar sem AC á að spila og nota framhjáhlaup frá bakvörðum:


GK: Lloris (Abbiati)
DR: Micah (Zambrotta)
DL: Kolarov (Zambrotta)
DC: Silva (Filipe)
DC: Agger (Nesta)
MC: Gattuso
MC: Ambrosini
MC/DMC: Pirlo (Veloso)
AMC: Ronaldinho (Arda)
ST: Pato
ST: Klaas-Jan (Mevlüt)

Maður tímabilsins var enn og aftur Pato með 25 mörk skoruð, aftur á móti var Silva góður í vörninni og Lloris svakalegur í markinu.


Nú er svo 3 tímabil hafið og allir peningarnir farnir í leikmannakaup, enn og aftur var vinstri bakvörður að hrjá mig þannig að kaup á Gaël Clichy voru plönuð löngu fyrir tímann, en ásamt þeim voru 2 kappar keyptir á miðja miðjuna til að auka breidd á því svæði sem mesta umferðin færi í gegn. En það voru Cesc Fabregas og Daniele De Rossi. Mest megnis er ég komin í 4-2-1-1-2 með ÞESSU leikskipulagi.

Annar vona ég að þið hafið notið þessarar litlu sögu minnar og mæli ég mikið með að byrja með AC Milan.

Kveðja Tho