Tár, bros og tuðruspark (3) Sólin skein í augun á mér þennan laugardardags eftirmiðdaginn er ég horfði stoltur á strákana mína þeyta knettinum sín á milli á æfingasvæðinu okkar. Lífið hafði aldeilis leikið við okkur undanfarna daga og fótboltaguðinn augljóslega orðinn nýjasti vinur okkar. Vorum við nú búnir að vinna síðustu 6 leiki sem við höfðum spilað og einn sigur í viðbót myndi slá gamla metið okkar frá því fyrir jól. Ekki nóg með það heldur höfðum við unnið Roma 3-0, fyrir 4 dögum í meistaradeildinni og þar af leiðandi með góða forystu í seinni leiknum gegn þeim í 1. útsláttarumferð mótsins. Eins og það hafi ekki verið nógu gott heldur áttum við einnig leik gegn Newcastle á morgun og liði sem ynnir þann leik myndu yfirgefa völlinn sem sem hvorki meira né minna en bikarmeistarar Englands þetta árið. Vorum við staðráðnir í að vinna leikinn á morgun og eigna okkur þar með fyrsta titil ársins, gætum við þá hætt að hafa áhyggjur af því og einbeitt okkur af tvöföldum krafti að meistaradeildinni, FA bikarnum, og síðast en ekki síst sjálfri ensku úrvalsdeildinni!

En hvað úrvalsdeildina varðaði þá hafði sko margt gerst þar á undanförnum mánuðum. Ég man það eins og það hafi gerst í gær þegar Arsenal höfðu á okkur 5 stiga forskot og sátu öruggir með sig á toppnum, en nú hafði staðan breyst og sigur í næsta leik myndi fleyta okkur yfir þá og upp í fyrsta sætið. Að vísu með jafn mörg stig og þeir en markamismunurinn var okkur í hag. Þetta gat varla orðið meira spennandi og var einnig orðið nokkuð augljóst að Man Utd og Arsenal væru lang sigurstranglegustu liðin þetta árið þar sem Chelsea, sem sat í 3. sæti að svo stöddu, voru heilum 16 stigum á eftir okkur og þyrftu þeir sko duglegt spark í rassinn ef þeir vildu ekki missa alveg af okkur í toppbaráttunni.

En talandi um Chelsea þá hafði sitt hvað gengið á hjá þeim undanfarið í leikmannaskiptum. Höfðu þeir nú keypt 2 rándýra leikmenn það sem af var þessari leiktíð og var nýjasta viðbætta stjarnan þeirra, Tomas Rosicky sem keyptur var á 21m frá Dortmund. En kaup á leikmönnum var reyndar ekki það sem þeir höfðu verið duglegastir við heldur höfðu þeir selt ansi marga líka, á misgáfulegu verði fannst mér nú samt. En hver eg ég svosem til að dæma það, þetta félag var að drukkna úr milljörðum og eina leiðin til að lifa af var væntanlega að losa sig við þær, eða það fannst mér eina líklega skýringin á þessu öllu saman því þeir höfðu nú þegar eytt 40m í 2 leikmenn, en aftur á móti selt 6 leikmenn fyrir samtals 17m. Og þar á meðal markaskoraran Hernan Crespo á 2.3m, Juan Sebastián Verón á 4.4m og einnig Mateja Kezman á 5.5m. Svo hafði ég að vísu ákveðið að slá til og splæsa í miðjumanninn Tiago frá þeim á 3.9m, fannst mér það hin fínustu kaup því hann var nú metinn á 7m hjá mér.

En ekki voru allir á sömu skoðun og ég með kaupin á Tiago og var sá aðili sem læt hæst í sér heyra hvað ósætti varðaði, miðjumaðurinn Eric Djemba Djemba. Já honum leist sko alls ekki á blikuna þegar Tiago valsaði inn í búningsklefan og hafði orð á því við mig að þetta gerði baráttuna um sæti í byrjunarliðinu mun erfiðari. Ég brást við með að nefna við hann að mér fyndist nú aldrei of mikið af góðum leikmönnum í sömu stöðunni því það yrði bara til þess að menn legðu harðar af sér og myndi það afkasta betra liði í heildina litið. Sá ég strax á honum að hann var sko ekkert sáttur við þetta svar mitt og ákvað ég þá að bæta því við í saklausu gríni að hann gæti jafnvel átt von á meiri samkeppni bráðlega því það væru fleiri miðjumenn á óskalistanum hjá mér.

En svo kom það daginn eftir sem ég átti sko ekki von á, ég tók eftir einkaviðtali við Djemba Djemba í dagblaðinu og hafði hann þá ekkert gott að segja um mig og mín stjórnunarstörf. Hann tók fram það sem okkur fór á milli daginn áður og sagðist ekki vera sáttur því honum fyndist þetta vera hrein og bein ögrun, og ekki fagmannlegt af mér. Ég átti ekki til orð yfir þessum dónaskap í honum og kallaði til blaðamannafundar hið snarasta, þar útskýrði ég mál mitt í stuttum dráttum og endaði með þeim orðum að Djemba Djemba yrði svo sannarlega refsað ef þessi hegðun hans yrði að vana. Sem betur fer var þetta endirinn á þessari deilu okkar og hafa hlutirnir gengið betur síðan þá, hann hefur fengið sinn skammt af spilun og er ég mjög sáttur við árangur hans til þessa.

“Klukkan er orðin 10 mínútur yfir 7 eigum við ekki að segja þetta gott í dag?” spurði Wayne Rooney og sá ég að þeir voru hættir að spila og horfðu flestir á mig. “Ha.. jú þetta er fínt í dag strákar og ekkert pöbbarölt í kvöld, það er mikilvægur leikur á morgun!” Ég hafði sokkið inn í eigin hugsanir og gleymdi alveg að æfingin átti bara að vera til kl 7 í dag. “Mæting hérna klukkan 10 í fyrramálið og verður haldið á leikvanginn klukkan hálf 11” sagði ég og þegar ég hafði gengið úr skugga um að allir hefðu þetta á hreinu hélt ég af stað heim.

Sunnudagurinn var orðinn að veruleika og sama mátti segja um úrslitaleikinn gegn Newcastle. Var ég búinn að eyða öllu kvöldinu á undan að velja byrjunarliðið fyrir leikinn og fannst mér ég vera kominn með helvíti skotheldan hóp. Ég tók mér krít í hönd og byrjaði að krota á töfluna í búningsklefanum;
T. Howard(GK), M. Silvestre(DL) R. Ferdinand(DC), W. Brown(DC), G. Neville(DR), Kléberson(DMC), R. Giggs(ML), C. Ronaldo(MR), P. Scholes(AMC), Alan Smith(AMC), Rv. Nistelrooy(FC), R. Carrol(S1), J. O’Shea(S2), E. Djemba Djemba(S3), P.Vaagan Moen(S4), W. Rooney(S5).
Að þessu búnu leit ég á mannskapinn og sá ég á flestum að þetta val kom lítið á óvart, flestir sterkustu leikmennirnir upptaldir og Keane meiddur í nokkra daga og þar af leiðandi ekki leikfær í dag. Ég sagði þeim að byrja leikinn bara rólega og reyna að lesa andstæðinginn svolítið til að sjá hverju við mættum eiga von á næstu 90 mínúturnar, og þegar líða tæki á fyrri hálfleikinn gefa svolítið í sóknina, þeir kinkuðu kolli til samþykkis og einbeitningin leyndi sér sko ekki.

Fyrri hálfleikurinn var ansi lítilfjörlegur og augljóst að bæði lið spiluðu að mikilli varkárni og þorðu ekki að gera nein stór mistök. Við komum þó út á toppnum með töluvert fleiri skot á markið og mun fleiri hornspyrnur þannig ég sagði strákunum að gefa núna meiri kraft í sóknina og reyna að ná einu marki sem fyrst því þá gætum við farið í varnarstöðu og leikurinn væri okkar. Engar skiptingar voru þarfar að svo stöddu þannig að liðið hélt óbreytt áfram inn í seinni hlutan. 70 mínútur voru liðnar af leiknum sem hingað til einkenndist af hornspyrnum og rauðri sókn og varð það hreinlega að teljast hin mesta óheppni að við höfðum ekki ennþá skorað mark. Ég ákvað að gera litlar breytingar á liðinu og skipti Rooney inná í stað Nistelrooy sem hafði ekki verið að sýna nógu mikinn lit. 12 mínútum síðar kom svo að því, enn ein hornspyrnan var tekin af Ronaldo og Silvestre stökk manna hæst og skallaði boltan framhjá Shay Given í markinu, sem hingað til hafði haldið Newcastle mönnum inní þessum leik. Minnstu munaði svo nokkrum mínútum seinna að þeim tækist að jafna leikinn en þegar ein mínúta var til leiksloka tókst Giggs að skora rétt fyrir utan vítateig og þar með urðu möguleikar Newcastle manna að fá að halda á deildarbikarnum þetta árið mjög takmarkaðar. En þeir gáfust ekki upp strax og 2 mínútum seinna tókst Patrick Kluivert að skora eftir að vera nýstiginn af bekknum og þar með minnka muninn í aðeins eitt mark. En þetta mark kom því miður aðeins og seint fyrir Newcastle og urðu þetta lokatölur þessa leiks sem Giggs og Ronaldo stóðu sig áberandi best í.

Fréttirnar daginn eftir staðfestu drauminn sem hafði ræst hjá okkur og var varla talað um annað annað en að við hefðum haft mikla yfirburði í þessum leik og ekkert nema óheppni að mörkin skyldu ekki hafa verið fleiri. Shay Given markmaður Newcastle fékk einnig sérstakt hrós fyrir að standa sig mjög vel milli stanganna og ná að halda hreinu alveg fram á 70 mínútu því það verður sko ekki tekið af honum að það var nóg að gera hjá honum allan leikinn.
Deildarbikarinn kominn í höfn, og var frábært að getatekið þá byrði af bakinu og horft til framtíðar. Nú var framundan langur vegur og hörð barátta við Arsenal um Englandsmeistaratitilinn og ekki mátti gleyma Evrópumeistaradeildinni þar sem við vorum komnir langt á leið í átt að þeim bikar. Nú voru aðeins 4 dagar í afmælið mitt og gat ég ekki hugsað mér neitt betra en að fá bikarmeistaratitilinn í afmælisgjöf, lífið gersamlega blómstraði hjá mér þessa dagana og vonaði ég svo sannarlega að velgengni undanfarna daga væri bara merki um það sem koma skildi.