Ég er svona nokkurnvegin viss um að margir hérna skoða taktík liðsins síns eitthvað og þó að það geri ekki allir sína eigin, þá hjálpar alltaf að vita aðeins meira um þennan leik. Það sem ég skrifa hér verður samblanda af minni eigin reynslu og því sem ég hef lesið annarstaðar.

Grunnuppstilling.

Viltu spila hefðbundna 4-4-2 eða 5-3-2? Langar þig að spila einhverja af fyrirframsettu leikskipulögunum úr leiknum eða eitthvað undarlegt eins og 1-7-0-1-1? Hvernig velur maður þá þetta eiginlega?
Segjum sem svo að þú sért nýbúinn að taka við liði og nú vanti gott leikskipulag til að gera liðið að meistaraliði. Hvernig finnurðu það?
Fyrsta skrefið er að skoða leikmannahópinn. Eru engir vængbakverðir (defensive midfielders eða defenders/midfielders)? Þá þýðir lítið að spila 5-3-2 eða nokkra aðra uppstillingu sem gengur útá vængbakverði. Lélegir kantmenn? Nú þá notar maður skipulag sem byggist meira á miðju spili en kantspili. (t.d. 4-1-3-2 sem er í leiknum).
Reyndar verð ég að taka það fram að ég bý ekki til leikskipulag miðað við leikmanna hópinn, heldur laga ég leikmanna hópinn að leikskipulaginu sem mig langar að spila í það og það skiptið, en það er bara ekki alltaf hægt.

Mínar grunnhugmyndir um leikskipulag snúast um að hafa styrk allstaðar. Ég vill gott vængspil, ég vill sterkan varnarleik, ég vill þétta miðju og mest af öllu, þá vill ég vinna :)
Mín reynsla úr CM er sú að 3 manna vörn virkar, en þriðja manninum er hreinlega ofaukið. Þessvegna spila ég annaðhvort með 2 eða 4 varnarmenn, og ef ég nota 2 þá hef ég einn DMC og jafnvel DMR og DML líka, í það minnsta verða kantmennirnir að vera mjög snöggir og geta skipt á milli sóknar og varnarleiks auðveldlega.
Ef ég nota 4 þá vill ég hafa mjög trausta DC-a svo að bakverðirnir geti hlaupið fram og styrkt sóknina.

Mikilvægustu “attributes” fyrir miðverði: Positioning, marking, tackling, strength, jumping, heading, anticipation, acceleration, determination, bravery, stamina, workrate, teamwork (sérstaklega mikilvægt ef maður spilar “offside trap”) og jafnvel passing líka (ég er samt örugglega að gleyma einhverju)
Fyrir bakverði hef ég minni áhyggjur af: heading og jumping, en vill fá pace, passing, crossing og jafnvel dribbling.

Ég sagði að ég vildi bæði hafa gott vængspil og þétta miðju, og þá vill ég oftast hafa 5 manna miðju, 4 flata og einn DMC. En ef maður notar bakverðina til að sækja upp kantana þá er hægt að spila með 3 manna flata miðju með menn fyrir framan og aftan.
En hvernig sem menn vilja stilla upp miðjunni, þá er svo til alveg bráðnauðsynlegt að hafa einn DMC sem heldur boltanum meðan aðrir hlaupa fram. (hold up the ball)
Menn sem spila á miðri miðjunni verða að hafa gott í: passing, creativity, stamina, strenght, technique, teamwork, workrate og jumping. Svo ef þeir eiga að geta gert eitthvað fallegt við bolta þá væri ekki verra ef þeir hefðu gott í flair, dribbling, pace og decision.
Kantmenn ættu að hafa: pace, dribbling, crossing, passing, technique, acceleration, stamina og mögulega flair.

Sóknarmenn eru alltaf þeir leikmenn sem kosta mann mest og fá mann til að reyta hárið hraðast af hausnum. En í rauninni eru til tvær tegundir af sóknarmönnum: Snöggir potarar, og stórir slánar. (Sóknarmenn eiga ekki að gera neitt annað en að standa og bíða eftir boltanum ekki satt :) )
Með aldrinum hef ég sannfærst meira og meira um það að rétta leiðin sé að hafa einn af hvorri týpu, stórann gaur sem getur fleytt boltanum áfram fyrir potarann til að pota í.
Það er eiginlega alger skylda hjá sóknarmönnum að vera snöggir, og að geta staðsett sig rétt. Þessvegna legg ég alltaf mest uppúr pace og off the ball hjá sóknarmönnum. Mér er nokk sama hvort þeir geta skotið vel, því að ef þeir geta ekki komið sér í færi, þá skora þeir ekki.
Mikilvægustu “attributes” fyrir potarann: Pace, off the ball, anticipation, stamina, finishing, strength, dribbling, determination, og líklega eitthvað meira.
Stórir slánnar þurfa: jumping, heading, off the ball, anticipation, strenght, pace, determination, workrate, passing og líklega eitthvað fleira.

Jæja, þá er komið nokkurnvegin á hreint hvað leikmenn í hverri stöðu þurfa að kunna. En hvernig setjum við svo saman liðið? Það ætla ég að segja frá í annari grein, því að núna þarf ég að fara að lemja Phil Thompson og gefa Houllier lifnipillu.

Takk fyrir mig,
wbdaz/Daz/Falskur.