Margir vita ekki hvernig á að fara að þegar þeir vilja hækka tölurnar sínar í prófílnum sínum. Ég ætla að kalla þetta ‘manager tölurnar’.
Ég ætla að taka fyrir nokkur atriði sem eru góð og slæm í þessum málum. ‘Manager tölurnar’ eru sorteraðar niður í sex flokka og þeir eru: "Ability to Handle Pressure, Ambition, Loyalty, Media Handling, Professionalism and Temperament.
Hvernig þú meðhöndlar leikmennina þína og fjölmiðlana spila stóran þátt í því að hækka og í sumum tilfellum minnka ‘manager tölurnar’ þínar.
Það er þrennt sem ég vil að þú hafir í huga áður en þú lest þessar leiðbiningar, fyrsta er að þetta er ekki allt sem er hægt til að hækka og lækka tölurnar, það er til slatti af fleiri aðferðum til að fara að, og annað er að ef þú gerir það sem ég skrifa hækka þær og lækka ekki í hvert einasta skipti sem þú gerir eitthvað. Þriðja og síðasta sem ég vil að þú hafir í huga að þetta allt tengist mjög mikið ef þú gerir ein mistök í fjölmiðlum t.d. hefur það ekki áhrif á eina tölu endilega það getur þess vegna haft áhrif á 2,3 eða 4 kannski.
Jæja nú ætla ég að taka fyrir þessa 6 flokka hvern fyrir sig. Ég ætla að kalla hvern flokk fyrir sig ‘tölu’.

Ability to Handle Pressure(Hversu góður þú ert að meðhöndla pressu):
Að bæta þessa tölu getur verið einna erfiðast af öllum tölunum. Einn mökuleiki til að hækka hana er að ef fjölmiðlarnir seiga að þú eigir að vinna þennan tiltekna leik, svarið sem þú gefur þeim getur hækkað töluna. Þú ættir að seigja eitthvað eins og “Já við getum unnið en við verðum að vera varkárir” þá mun talan líklega hækka þar að seigja svo framvegis að þú vinnir leikinn!. Ef þú ert með lítið lið(t.d. neðri deildar) er auðveldara og fljótlegar að hækka þessa tölu vegna þess þú spilar þá oftar við betri lið, heldur en ef þú ert stór klúbbur þá spilaru ekki oft við lið sem eru betri en þú. Einn annar möguleiki er að ef þú ert að stjórna liði sem er í fallbaráttunni en nærð síðan að halda þeim uppi þá ætti þessi tala að hækka eitthvað. Vegna þess að það er mikil pressa að vera í fallbaráttunni og ef þú nærð að halda þér uppi ertu líklega að höndla hana nokkuð vel. Auðvitað eru fleiri aðferðir til að hækka þessa tölu en ég er bara að gefa ykkur nokkur atriði við hverja tölu.

Ambition
(metnaður):
Einn hlutur til að hækka þessa tölu er að lýsa yfir áhuga á að fá leikmann sem er betri en þínir sem þú hefur núþegar. En það verður samt að vera nokkuð raunhæfur möguleiki að geta fengið þennan leikmann, ekki lýsa yfir áhuga á Henry ef þú ert í 3 deild eða eitthvað þannig þá taka fjölmiðlarnir þig ekki alvarlega og talan gæti jafnvel minnkað. Og líka muna það að lýsa ekki of oft yfir áhuga á einhverjum því þá hættir pressan að taka mark á þér líka. Ein önnur leið til að hækka þessa tölu er að ef pressan spyr þig hvort þú komist upp eða getir unnið deildina og þú svarar því játandi þá sér pressan að þú hefur metnað og trú á því, en ef þú svarar að þú haldir að þú komist ekki upp þá ertu ekki með mikinn metnað er það?

Loyalty(trú, tryggð):
Ef þú kaupir leikmenn og selur þá fljótlega eða strax tímabilið eftir oft þá ert þú ekki að sýna þeim tryggð er það? Nei, og þess vegna lækkar þessi tala ef þú gerir þetta oft, okei það er í lagi að gera þetta einstaka sinnum t.d. ef þú kaupir leikmann og svo getur hann ekkert hjá þér og þú nærð að selja hann eftir tímabilið þá lækkar ekkert tala, jú eins og ég sagði í byrjun tölurnar hækka og lækka ekki endilega í hvert einasta skipti. Ef leikmaður kvartar yfir að fá ekki að spila reglulega og þú svarar honum að hann fái tækifæri seinna og þú munir nota hann seinna þá mun þessi tala hækka. Ef leikmaður er búinn að spila vel eða átti stórkostlegan leik og þú ‘praise-ar’ hann þessi tala ætti að hækka, en ef þú notar þetta of oft þá hætta leikmennirnir fljótlega að taka mark á þér og þessi tala gæti jafnvel minnkað. Ein önnur aðferð er að ef eitthvað lið býður í eina að stjörnunum þínum, eða bara einhvern annan, og þú neita og seigist vona að hann verði áfram, þá ertu að sýna leikmönnunum traust og sýnir að þú trúir á þá. Þá gæti talan vel hækkað.

Media Handling(meðhöndlun fjölmiðla):
Hvert einasta svar sem þú gefur fjölmiðlun hefur áhrif á þessa tölu, þú þarft að vita hvernig er best að svara spurningum fjölmiðla til að þessi tala hækki. Þvi meira sem þú stoppar(drepur niður) orðróma og hverskins rifrildi sem aðrir stjórar reyna að fá þig inní, og ef þú seigist ekkert vilja tjá þig um málið eða taka þátt í því þessi tala og ‘professionalism’ talan ætti að hækka því oftar því betra. ‘Praise-a’ aðra stjóra eða leikmenn gæti stuðlað að því að talan hækki.

Professionalism
(atvinnu og fag -mennska):
Þegar leikmenn kvarta útaf þér í fjölmiðla, hunsaru það og leysir vandamálið bara með honum privat eða svararu með því að seigja eitthvað í fjölmiðla og gerir ástandið bara verra ? Það sama má seigja um þegar aðrir stjórar reyna að koma þér úr jafnvægi eða trufla þig. Ef þú tekur þessu bara rólega og lætur ekki draga þig inn í einhver rifrildi eða orðastrýð í fjölmiðlum þá verður þér tekið sem atvinnumanni(fagmanni) og tölurnar ættu að hækka, en ef þú byrjar að svara fyrir þig í fjölmiðlum með því að skjóta orðum til baka mun tala pottþétt lækka.

Temperament
(skap, skapgerð):
Þessi tala er nokkuð tengt síðustu tvem að undan. Ef þú ert stjóri sem átt til að seigja eitthvað slæmt um aðra leikmenn og stjóra þá mun þessi tala líklega vera nokkuð lág. En ef þú ert yfirvegaður stjóri sem tekur á málunum rólega og hendir ekki frá þér heimskulegum orðum og annað slíkt þá mun þessi tala verða mjög há eftir nokkurra stund.


Eins og þú sérð tengist ýmislegt í flokkunum við aðra flokka.
En ég mæli með að þú hugsir þig vel um alltaf þegar þú svarar fljömiðlum.
Mundu líka að þetta eru ekki allar hugsanlegar ástæður til að hækka og lækka tölur það er til slatti af öðru sem getur hækkað og lækkað þær þetta eru bara nokkrar aðferðir.

ATH: Fékk leyfi hjá öðrum stjórnendum til að setja þetta eins og þetta er á minni síðu.

Takk fyrir, vonandi að þetta nýtist eitthvað.