Hér eru þau forrit sem ég tel nauðsynlegt að séu sett upp á flestum Mac tölvum.

Adium (http://www.adiumx.com/)
Lang besta chat forritið sem til er. Virkar á alla staðla og útlitið er hægt að stilla á fáránlega marga vegu.

VLC (http://www.videolan.org/vlc/)
Lang bestu gæði sem þú getur fengið úr nokkrum media player. Spilar nokkurnveginn allt sem þú kastar í það. Stundum held ég að það sé nóg að segja um hvað myndin er í míkrafóninn og VLC mundi spila myndina.

iNotePad (http://www.vojousoftware.com/inotepad.html)
Frábært forrit til að skrifa mikið af notes og halda utanum líf þitt. Einfalt og hratt. Líf mitt væri í mikilli óreglu ef ég ætti ekki þetta forrit

RapidWeaver (http://www.realmacsoftware.com/rapidweaver/)
Þó ég hafi unnið sem vefhönnuður og sé vanur að gera hlutina sjálfur þá er ég bara ástfanginn af því hvað RealMac náði að fullkomna einfaldleikann en samt lýta vel út. Frábært fyrir þá sem kunna ekki að gera síður en vilja samt gera vel útlítandi síðu en einnit gott fyrir fólk eins og mig sem kunna að gera hlutina en bara varla nenna að gera allt sjálfir lengur.

Cyberduck (http://cyberduck.ch/)
FTP og SFTP skáarflutninga forrit. Fáránlega hraðvirkt og þægilegt.

Delicious Library (http://www.delicious-monster.com/)
Gangagrunnur til að halda utanum bækur, DVD og CD. Hægt að tengja við iSight sem les strikamerkið á eign þinni og nér í allar upplýsingar á Amazon.com. Tengt við Address Book svo þú getir haft það á hreinu að hún Gunna sé búin að vera með Hringadórttinssögu í heilar 2 vikur. Getur látið það senda henni bréf fyrir þína hönd til að biðja hana um að skila myndinni.

Lux (http://sillysoft.net/lux/)
Risk á sterum. Alltaf gott að leika sér smá endum og eins.

SharePoints (http://www.hornware.com/sharepoints/)
Vegna þess að það er bara stundum nauðsynlegt að sharea smá. Gott karma.

NetBarrier (http://www.intego.com/netbarrier/)
Komnir í dáltið meiri professinal gír hérna. En NetBarrier er einfaldlega eini personal firewallinn á nokkru stýrikerfi sem virkar almennilega eins og ég vil að hlutirnir virki.

iTerm (http://iterm.sourceforge.net/)
Ef þú eyðir miklum tíma í terminalnum eins og ég þá muntu skilja af hverju þetta er nauðsynlegt. Ef þú eyðir ekki miklum tíma í terminal þá fjallar þessi grein víst bara um 9 forrit sem allir þurfa að eiga.