Sitjandi á bekknum horfi ég á þau ganga heim saman.
Mig svíður undan því sem þau hafa,
því sem var tekið frá mér.
Þú leggur handlegginn á öxl mína huggandi.


Djúpar sprungur myndast á himninum, hann brotnar upp.
Þú grípur brot er stefnir beint á mig.
Þú ert stoðin undir himninum, þú verndar mig.



Við göngum saman undir regnhlífinni þinni, sama hvernig viðrar
Ljúfir tónar fylla lífið, tónlist er ástríða þín.
Bros þitt og hlátur halda skuggunum frá.



Fyrir hruni himinsins gastu skýlt mér
en ekki mínu eigin.
Ég brotnaði innan frá
og flísar úr hjarta mínu stungu þig í augun.



"Mér þykir það leitt,“ hugsaði ég, er allt var yfirstaðið.
”Mér þykir það leitt," er rústirnar lágu kyrrar á jörðinni.
Mér þykir það leitt á hverjum degi síðan.
Ef þú aðeins gætir séð það.
En ég stakk úr þér augun.