Ljóð vikunnar að þessu sinni er ljóðið Til eru fræ eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Ljóðið er í senn fallegt og sorglegt og fjallar um lífsins erfiði. Haukur Morthens söng lag sem samið var við þetta fallega ljóð.

Til eru fræ

Til eru fræ, sem fengu þennan dóm:
Að falla í jörð, en verða aldrei blóm.
Eins eru skip, sem aldrei landi ná,
og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá,
og von sem hefur vængi sína misst,
og varir, sem að aldrei geta kysst,
og elskendur, sem aldrei geta mæst
og aldrei geta sumir draumar ræst.

Til eru ljóð, sem lifna og deyja í senn,
og lítil börn, sem aldrei verða menn.