"Þetta er samið af móður um neyslu sonarins"
"Langar að deila þessu með ykkur og ath hvað ykkur finnst,hvað get ég lagað og breytt?"




Sonur minn með saklausu brúnu augun sín,
svo fallegur með ljósa hárið.
Hvert fórstu hvar ertu ég leita þín, 
fastur í klóm fíknar svo fellur móðurtárið.
Dauðans barátta við dóp og vín,
blæðir stöðugt hjartasárið.
 
Djöflana berst við upp á líf og dauða,
dreymir að komast á réttan kjöl.
Helgreipum fíknin heldur í kauða,
kvalinn í fjötrum vill losna við böl.
Baráttan erfið við bölvun  þess og drauga
sem beiskju  valda og eilífðar sálarkvöl.
 
Fjölskyldan kvalin á sálu illa farin,
fallinn á ný og baráttan fyrir bí.
Djöfulsfíknin tælir  á draumabarinn
dópið glepur fíknin hann áfram knýr.
Samviskulaus í hjartanu sýnist kalinn
heimurinn hruninn enn á ný.