Hérna koma tvö ljóð eftir mig. Þið verðið að afsaka bragháttinn og skort á stuðlum og höfuðstöfum.

Frosti kulni bolabítur.

Ólýsanlegur stingandi kuldi,
tærnar án efa frosnar í hel.
Auk þess er ég að deyja úr sulti,
en af einhverjum ástæðum hungrið fel.

Pissublaðran er alveg að springa,
en ég þori ekki að færa mig.
Því frosið hefur milli klofs og fingra,
hlandið verður bara að eiga sig.

Nef mitt er orðið aumt og rautt,
af því sultardropar drjúpa.
Allt er klaki sem áður var blautt,
úti krunkar máttlaus rjúpa.

En bráðum mun mér hitna aftur,
þó að það verði um síðir.
Því að innra með mér í sterkari kraftur,
heitur eldur sem á kuldanum níðir.


Nið Lífsins

Hið óumflýjanlega nið,
sem aldrei þagnar.
Verst að þú getur aldrei fengið frið.
Nú þegar það grimmdarlega fagnar.

Hlustaðu undir niðið og hlustaðu vel,
þú ef til vill heyrir eitthvað annað.
Líf og hamingjuna af því að vera til.
það sem ekki fæst sannað.

Þú finnur það aukast með degi hverjum,
en það er enginn rofi til að slökkva.
Þetta er það sem við mannpöddurnar gerðum,
og bráðum tekur að rökkva.

Við skildum þetta örugglega aldrei,
og gerum ekki í senn.
Hvort segir niðið, já eða nei?
Hefur ekki svarað enn.

Eigingirni, öfund og hatur,
þetta gerðum við.
Nú þýðir ekki að vera latur,
verður að bæta mannana sið.

Niðið óumflýjanlega verður þó alltaf,
í margskonar ljótum myndum.
Myndar það eitt gríðarstórt haf,
af okkar dauðans syndum.



Endilega segið mér hvað er að, ég sendi þetta til þess að fá gagnrýni.

Fríða Ísberg.
, og samt ekki.