Jæja kallar, hvernig eigum við að standa að þessu ?
Ein hugmyndin var sú að við myndum nokkrir leggja saman peninga í eina sendingu og síðan selja hana til allra með álagningu og enginn afsláttur til neins. Síðan er ágóðinn notaður til að borga út upprunalegu fjárfestana.
Kassi af DraXxus Midnight á punsiher er á 43$
( 3.140,29 kr )
Ofan á þetta er síðan sendingakostnaður og tollur.
Ef við gerum ráð fyrir að kassinn kosti 4500 eftir sendingu og tolla.
Þá þurfum við að panta hvað ? 100 kassa til að fylla bretti ? sem er 450.000 kr til að flytja sendingu inn.
Ef við leggjum nú 10 upp í þetta ævintýri eru það 45 þúsund krónur á mann í upphafsgjald. Það lækkar notla eða hækkar með fjölda manns.
Þá mun það taka okkur tæplega 5 sendingar að geta borgað alla út og byrja að láta félagið hagnast.

Þetta er nú bara ein hugmyndin og er fólki frjálst að koma með hugmyndir og þessi þráður búin til fyrir það hlutverk.

Væri líka ágætt að sá sem er búin að vera flytja þetta inn hjálpi okkur smá hérna og komi með fjölda kassa í sendingu og sendingarkostnað og tolla og svona nytsamlegar uppls. ef hann væri nú svo vænn. Eða þeir á hornafirði komi með hvað þetta kostaði þá.

Í von um góð viðbrögð,
Reynir Grétar Jónsson