Ef einhver er að leita af góðu 2D CAD forriti fyrir Linux þá er vert að skoða DraftSight (linkur).

Þetta er beta útgáfa sem var að koma fyrir Linux, en fyrirtækið sem gerir DraftSight gerir einnig SolidWorks sem flestir sem eru að vinna í CAD forritum ættu að þekkja.

Þar sem þeir hafa eingöngu gefið út betuna í 32-bita útgáfu þá læt ég líka fylgja hvernig ég setti þetta upp á 64-bita Ubuntu 11.04:

sudo apt-get install libdirectfb-extra
sudo apt-get install libxcb-render-util0
dpkg -x DraftSight.deb draftsight
Copy draftsight/opt/ og draftsight/var/ yfir í /opt og /var í filesysteminu ykkar

Í draftsight/DEBIAN/ þarftu svo að gera:
sudo ./preinst
sudo ./postinst

þá ættiru að geta fundið DraftSight með því að slá inn DraftSight í Dash ef þú notar Unity, annars þá ætti þetta að birtast í Graphical menu-num.