Þessi grein er gerð fyrir Ubuntu. Það ætti þó ekki að vera mikið mál að aðlaga hana fyrir önnur kerfi.


1. Sækjum tólin til þess að bardúsa þetta
Fyrst viljum við sækja allt svona codec dót og þannig. Við gerum það í gegnum apt. Opnum terminal og skrifum
sudo apt-get install ubuntu-restricted-extras
sudo apt-get install mencoder
Það ættu allir að vera búnir að sækja ubuntu-restricted-extras. Það er allavega yfirleitt fyrsti pakkinn sem ég sæki eftir install.

Síðan sækjum við skemmtilegu tólin.
sudo apt-get install youtube-dl

Ég bý til nýja möppu sem heitir bara youtube. Hún má í raun heita hvað sem er og er algjörlega ónauðsynleg, hún er bara dæmi, uppá skipulagið.
mkdir youtube
cd youtube
gedit flv2avi.sh
Við bjuggum til textaskrá og ætlum að líma þennan kóða inní hana.
#!/bin/sh 
if [ -z "$1" ]; then
  echo "Usage: $0 {-divx|-xvid} list_of_flv_files"
  exit 1
fi
# video encoding bit rate
V_BITRATE=1000
while [ "$1" ]; do
  case "$1" in
    -divx)
      MENC_OPTS="-ovc lavc -lavcopts \
        vcodec=mpeg4:vbitrate=$V_BITRATE:mbd=2:v4mv:autoaspect"
      ;;
    -xvid)
      MENC_OPTS="-ovc xvid -xvidencopts bitrate=$V_BITRATE:autoaspect"
      ;;
    *)
      if file "$1" | grep -q "Macromedia Flash Video"; then
        mencoder "$1" $MENC_OPTS -vf pp=lb -oac mp3lame \
          -lameopts fast:preset=standard -o \
          "`basename $1 .flv`.avi"
      else
        echo "$1 is not Flash Video. Skipping"
      fi
      ;;
  esac
  shift
done


2. Sækjum youtube myndbandið
Þetta er einfaldlega gert með því að fara inná youtube og finna myndband. Við notum svo bara urlið og youtube-dl til þess að gera hlutina ofur-einfalda. Ég ætla að nota þetta skemmtilega myndband sem dæmi.
youtube-dl http://www.youtube.com/watch?v=jN4RaPfgP1U
Þetta er ekki flóknara. Þið getið notað youtube-dl -t url til að skíra skránna eftir titlinum, en ég hef lent í vandræðum með það. Getið skoðað ýmsa valmöguleika með því að stimpla bara inn ‘youtube-dl’ í terminal.


3. Breytum .flv í .avi
Þetta er jafnvel ennþá einfaldara.
sh flv2avi.sh -divx jN4RaPfgP1U.flv
EÐA
sh flv2avi.sh -xvid jN4RaPfgP1U.flv
Athugið að skráin ykkar heitir örugglega eitthvað allt annað en jN4RaPfgP1U.flv. Og þið getið notað bæði -divx og -xvid. Ég þekki ekki muninn á því, þetta er eitthvað codec tengt.

Núna gerist eitthvað svakalegt og innan tíðar er vídjóið ykkar tilbúið.
vlc jN4RaPfgP1U.avi
voila!


4. En get ég ekki breytt því bara í mp3?
Jújú. Og það er mjög svipaður process. Við þurfum að sækja aðeins meira dót og búa til nýtt script. Athugið að það þarf ekki að nota flv2avi scriptið fyrir þetta og má alveg sleppa þeim hluta ef þið viljið bara mp3.
sudo apt-get install ffmpeg lame
gedit flv2mp3.sh
Límum eftirfarandi kóða inní textaskránna okkar og fáum allskonar liti og skemmtilegheit.
#!/bin/sh
# this script should convert files from FLV to WAV and then to MP3
echo " "
echo "  Welcome to FLV to MP3 converter!  version 0.1"
echo " "
infile_name="$@"
# exit if the user did not enter anything:
if [ -z "$infile_name" ]; then
    echo " "
    echo "You did not tell me the file name, so I will exit now."
    echo " "
    exit
fi
echo " "
ffmpeg -i "$infile_name" -acodec pcm_s16le -ac 2 -ab 128k -vn -y "${infile_name%.flv}.wav"
lame --preset cd "${infile_name%.flv}.wav" "${infile_name%.flv}.mp3"
rm "${infile_name%.flv}.wav"
echo " "
echo "OK. I'm done! Have fun!"
echo " "
exit
Munum að save'a og loka skránni.

Síðan sækjum við myndbandið frá youtube með youtube-dl, sem við kunnum nú þegar. Svo er það einfaldlega bara
sh flv2mp3.sh jN4RaPfgP1U.flv
Og þá er hægt að hlusta á þessa einstöku vél í ipoddinum ykkar eða notað sem hringitón í símanum, ef þið eigið betra síma en ég.

Njótið vel!
indoubitably