Núna ætla ég að gróflega misnota vald mitt sem stjórnandi og horfa fram hjá orðinu “Grein”.
-

Við lifum á öldum upplýsingatækninnar, og þar ÞARF öryggi að spila inní.
Ég bókstaflega græt mig í svefn yfir þeirri tilhugsun hversu fáir hafa pgp/gpg lykla.
Þetta er svoooo einfalt að það er fáránlegt.
Linux (unix) notendur fylgið þessum ÓTRÚLEGA einföldu skrefum í að setja upp Gnu Privacy Guard (GPG) og lykil.

1]
Náið ykkur í gpg (duh!) www.gnupg.com, d/l tarboltanun, un-tar-gzippaðu honum, configguraðu hann, make all og make install

2]
Búðu til þinn lykil:
gpg –gen-key
(og fylgdu on-screen leiðbeiningum)

3]
Deildu þessum lykli með öðrum hugurum.
í þessu dæmi tek ég að ég hafi sett: addi@linux.is í email þegar ég var að smíða lykilinn.
gpg -a –export -r addi@linux.is > addi-at-linux.is.asc
s.s outputtið er email addressan, en skiptið @ merkinu út fyrir -at- og setjið .asc endingu, mkay ? :)

Vinsamlegast notiði full nöfn.

síðan skaltu emaila mér þessum lykli addi@linux.is og ég mun smella honum á síðuna, mundu tilgangurinn með að skapa þessa lykla er til þess að DREIFA þeim svo að t.d. hver sem er geti sent þér dulkóðaðan póst.

And your all done :D

Síðan er bara að ná sér í póst-forrit sem styður gpg (næstum öll X based email forrit) ég mæli þú MEST með evolution, sem er mesta snilld sem hefur lent á linux bólunni í ára-raðir ;)

Evolution er partur af Ximian Gnome 1.4 og treystir það á gnome libs og þannig gotterí, nánari leiðbeiningar á www.ximain.com

Treystið mér evolution er sniiiiiiiiiilld :)

- postið comment ef það eru einhverjar spurningar.
Addi